Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

18 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Stjórnarmaður í Eflingu Þorsteinn er enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnarsetu í Eflingu enda tók hann sæti í stjórn árið 1997, í síðustu stjórn Dagsbrúnar. Til þess að ná tali af Þorsteini ferðaðist blaðamaður alla leið á Heimsenda. Þar ver Þorsteinn flest­ um stundum í hesthúsi sem hann hefur til umráða. Hann tekur vel á móti mér og sýnir mér um í hesthúsinu. Þau hjónin eru nýbúin að mála og ditta að öllu, svo það er einstaklega fínt um að litast. Í húsinu er lítil hlaða og hugguleg kaffistofa þar sem Þorsteinn býður blaðamanni upp á kaffi­ bolla. Týra, hundurinn hans sem búinn er að fylgja okkur um, leggst við fætur eiganda síns og fær sér blund. Þorsteinn vann hjá fyrirtækinu Loftorku í 36 ár, en varð að hætta störfum vegna alvarlegra veikinda fyrir þremur árum. Loftorka er fyrirtæki sem sér um malbikun, grunnavinnu og lagnavinnu en Þorsteinn vann mest á gröfu við að hlaða grjót. Kárs- nesið er meðal annars að miklu leyti eftir hann, en einnig grjóthleðslan við Sæbraut- ina, fyrir framan Eflingu. Þorsteinn segir að það hafi verið gott að vinna hjá Loftorku og að þar hafi verið gott samstarf milli eigenda og starfsmanna. Þó svo að hann hafi neyðst til að hætta að vinna hefur hann ekki setið aðgerðalaus. Hann kemur nær daglega í hesthúsin. Hann býr í Fellunum, svo það tekur hann um hálftíma að ganga yfir Vatnsendann og alla leið á Heimsenda þegar viðrar vel. Á veturna ríður hann út nær daglega. Þorsteinn hefur haft áhuga á verkalýðsmál- um alla tíð, en bein afskipti hans byrjuðu þegar hann var kosinn trúnaðarmaður hjá Loftorku. Stuttu seinna var hann kominn í trúnaðarráð, eiginlega af tilviljun: „Einu sinni hringdi ég niður á skrifstofu Eflingar til að fá upplýsingar um stöðu samninga sem voru í gangi, og talaði þá við Sigga Bessa [Sigurður Bessason, fv. formaður Eflingar] sem þá var venjulegur starfsmaður. Hann sagði mér að það væri trúnaðarráðsfund- ur um kvöldið og ráðlagði mér bara að koma á hann. Eftir fundinn vissi ég allt um samningana og stöðuna á þeim og var bara mjög ánægður með það. Ég skrifaði mig á einhvern mætingarlista sem var þarna og eftir það var ég bara kominn í trúnað- arráðið. Þannig byrjaði þetta allt saman.“ Seinna hringdi upstillingarnefnd í Þorstein og bauð honum að taka sæti í stjórn Dags- brúnar. Það hafði enginn úr verktakabrans- anum verið áður í trúnaðarráði eða stjórn. Þorsteinn var því ekki lengi að hugsa sig um og sagði bara strax já, enda fannst honum vera kominn tími á það. Spurður að því hvað drífi hann áfram í þátt- töku í verkalýðsmálum segir Þorsteinn að hann hafi ennþá sama áhugann á málefninu og hann hafði þegar hann byrjaði. „Það er enn verið að brjóta mikið á fólki á vinnu- markaði og það má ekki sofna á verðinum.“ Hann segir áherslur hafa breyst eftir að ný stjórn tók við í Eflingu og ýmsar breytingar orðið. Þó svo að það sé mjög verðmætt fyrir stjórnina að hafa reynslubolta eins og Þorstein í stjórn, er honum umhugað að taka ekki fram fyrir hendurnar á nýju fólki. Hann forðast í lengstu lög að tala um að hlutirnir hafi verið gerðir öðruvísi hér áður fyrr. Breytingar séu hollar fyrir félag eins og Eflingu. „Breytingar eru nauðsynlegar,“ segir Þorsteinn að lokum. Breytingar eru nauðsynlegar - segir Þorsteinn M. Kristjánsson, reynsluboltinn í stjórn Eflingar „Það er enn verið að brjóta mikið á fólki á vinnumarkaði og það má ekki sofna á verðinum“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==