Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

20 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Ný í stjórn Eflingar Zsófia er frá Ungverjalandi og kom fyrst til Íslands þegar hún réði sig í vinnu á bónda­ bæ. Sú dvöl byrjaði vel en eftir einhvern tíma fór hana að gruna að ekki væri allt með felldu. Það dróst sífellt að hún fengi kennitölu, hún var smám saman látin vinna meira og meira, var alltaf mjög þreytt og íslenskir vinir hennar voru farnir að hafa áhyggjur af henni. Það kom svo á daginn að það var staðið ólöglega að ráðningu hennar, það var illa brotið á réttindum hennar og henni borguð allt of lág laun. Ævintýraferðin til Íslands hafði snúist upp í andhverfu sína. Zsófia uppgötvaði að fjölskyldan sem hafði ráðið hana hafði ráðið erlent verkafólk til sín árum saman. Þau myndu halda því áfram og þess vegna yrði hún að grípa til aðgerða. Málið var tekið upp hjá stéttarfélaginu á svæðinu og rataði í fjölmiðla bæði hér heima og í Ungverjalandi. Zsófia segir að fjölmargt erlent verkafólk hafi haft samband við hana í kjölfar umfjöllunarinnar til að fá ráð hjá henni hvernig bregðast ætti við brot­ um á þeirra rétti. Eftir þessa bitru reynslu af vinnu á Íslandi fór Zsófia aftur til Ungverjalands. Hún hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum með reynslu sína hér á landi en hafði eignast góða vini sem hún hélt sambandi við. Eftir nokkurn tíma ákvað hún að koma aftur, hitta vini sína og gefa Íslandi annan séns. Eftir stutt stopp í vinnu úti á landi, flutti Zsófia til Reykjavíkur, leigði sér herbergi og réð sig í vinnu sem hótelþerna á Hótel Borg. Stuttu seinna kom Efling á vinnustaðafund til að hvetja starfsmenn til að kjósa sér trúnað- armann. Enginn bauð sig fram svo starfs- menn kusu þann sem þeim leist best á í starfið, óháð því hvort viðkomandi hefði boðið sig fram. Á þessum degi var Zsófia kosin trúnaðarmaður hótelþerna á Hótel Borg. Zsófia fór á trúnaðarmannanámskeið og byrjaði að skipuleggja sinn vinnustað. Það stefndi í verkföll hótelþerna og Zsófia gætti þess að halda samstarfsfólki sínu upplýstu um stöðu mála í kjaraviðræðunum. Hún kynnti sér kjarasamningana og réttindi sín á vinnumarkaði mjög vel, enda hafði hún lært það af biturri reynslu hvernig atvinnu- rekendur geta nýtt sér vanþekkingu starfs- fólks síns til að brjóta á rétti þeirra. Hún vildi vera vel í stakk búin til að verja sinn rétt og geta miðlað til samstarfsfólks síns sem öll voru af erlendum uppruna. Eftir gott gengi í skipulagningu síns vinnustaðar, bað Efling Zsófiu að hjálpa til við að skipu- leggja fleiri vinnustaði. Hún gerði það auk þess að taka virkan þátt í bæði skipulagn- ingu og verkfallsaðgerðum hótelþerna þann 8. mars sl. Í kjölfarið var hún beðin um að gefa kost á sér í stjórn Eflingar. Í dag er Zsófia ný í stjórn Eflingar og yngsti stjórnarmeðlimurinn. Það má segja að verkalýðsmálin hafi komið inn í líf Zsófiu óumbeðin, hún neyddist til að kynna sér réttindi sín og vinnumark- aðslöggjöfina vegna slæmrar reynslu sem erlend ung kona á íslenskum vinnumarkaði. Í dag nýtir hún reynslu sína til að berjast fyrir bættri stöðu þess erlenda verkafólks sem kemur hingað til lands. Sem stjórnar- meðlimur Eflingar er henni umhugað um að erlent verkafólk fái upplýsingar um réttindi sín og skyldur um leið og þau koma til landsins, áður en þau byrja að vinna. Efling verði að finna leiðir til að ná til fólks strax, þannig að það þurfi ekki allir að reka sig á veggi eins og hún gerði. Hún segir allt of algengt að brotið sé á réttindum erlends starfsfólks hér á landi og það sé íslenskum vinnumarkaði til skammar. Rétt um helm- ingur félagsmanna Eflingar sé erlent vinnu- afl og því sé ábyrgðin mikil. Allt of algengt að brotið sé á réttindum erlends starfsfólks hér á landi - segir Zsófia Sidlovits, ný í stjórn Eflingar Í dag nýtir hún reynslu sína til að berjast fyrir bættri stöðu þess erlenda verkafólks sem kemur hingað til lands

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==