Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

22 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði Reynsla erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformað­ ur Eflingar og Magdalena Samsonowicz, félagsfulltrúi hjá Eflingu, deildu reynslu sinni af íslenskum vinnumarkaði á Kynja­ þingi 2019, sem fór fram laugardaginn 2. nóvember sl. Þingið fór fram í Norræna húsinu og samanstóð af 14 mismunandi pallborðsum- ræðum um málefni tengd konum og kyni. Agnieszka og Magdalena tóku þátt í pall- borði sem skipulagt var af ASÍ og bar yfirskriftina Hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði? Umræðunum stýrði Nanna Hermannsdóttir en hún gerði rannsókn um aðstæður erlends verkafólks á íslenskum vinnumarkaði síðastliðið sumar. Nanna beindi athyglinni að varnarleysi erlendra kvenna vegna vanþekkingar á réttindum á vinnumarkaði, skorts á upplýs- ingagjöf á erlendum tungumálum og vegna þess að oft er verkafólk háð atvinnurekend- um sínum með húsnæði. Hún benti líka á að þegar erlent verkafólk krefst réttinda sinna þá er þeim sagt upp, sem setur það í erfiða aðstöðu á íslenska vinnumarkaðnum. Hótanir hafa áhrif á heilsu „Mér datt aldrei í hug að svona alvarleg brot gætu átt sér stað þar til ég upplifði þau sjálf á Íslandi,“ segir Magdalena, sem deildi eigin reynslu á Kynjaþinginu. Hún þurfti að biðja stéttarfélagið sitt um aðstoð við að endurheimta laun sem hún fékk ekki greidd. Þegar hún sendi kröfu til fyrirtækisins hótaði atvinnurekandinn henni, sem varð til þess að hún sagði á endanum upp. „Yfirmaðurinn gerði allt hvað hann gat til að ógna mér en ég sagði honum í sífellu að tala við stéttar- félagið mitt. Kerfisbundnar hótanir hans ollu mér á tímabili mikilli streitu,“ segir Magdalena. Hún kunni mjög vel að meta þá aðstoð sem hún fékk hjá stéttarfé- laginu sínu og er þeirrar skoðunar að það sé einkar mikilvægt að vera í stéttarfélagi. Hún sagði að launaþjófnaður stefndi ekki aðeins fjárhagslegri velferð verkamanna í hættu heldur hefði einnig neikvæð áhrif á andlega heilsu og lamaði getu þeirra til að aðlagast íslensku samfélagi. „Það er erfitt að treysta fólki eftir að hafa verið svikinn og erlent verkafólk, eins og ég, skort- ir mjög oft það félagslega stuðningsnet sem er nauðsynlegt til að ná sér almenni- lega eftir slíkt. Ég er bara ein af mörgum konum og körlum sem hafa lent í slíkum aðstæðum. Til eru fjölmörg fleiri dæmi. Fólk kemur á skrifstofu Eflingar þar sem við reynum alltaf að aðstoða það við að

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==