Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

23 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fréttablað Eflingar kveður Fréttablað Eflingar kveður í núverandi mynd Framundan eru breytingar á útgáfu Frétta­ blaðs Eflingar. Í takt við breytta tíma hefur verið ákveðið að fækka tölublöðum og leggja meiri áherslu á rafræna miðla. Orlofsblað Eflingar verður á sínum stað og gefið út fyrir sumar eins og venjan er, einnig verður haustútgáfa með upplýsingum um nám og námskeið. Auk þess er stefnt að því að gefa út einu sinni á ári veglegt tímarit þar sem áherslan verður á viðtöl við félags­ menn og málefni líðandi stundar. Fyrsta Fréttablað Eflingar kom út í nóvem- ber árið 1996 og spannar því útgáfusaga blaðsins 24 ár. Fyrsta blaðið var reyndar gefið út undir nafninu D&F og voru það Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn sem stóðu að útgáfunni. Eftir sameiningu Dagsbrúnar & Framsóknar-stéttarfélags við Starfsmanna- félagið Sókn og Félag starfsfólks í veitinga- húsum sem tók til starfa árið 1999 kom blaðið út undir núverandi heiti Fréttablað Eflingar. Þráinn Hallgrímsson var ritstjóri blaðsins frá upphafi þar til hann lét af störfum vorið 2018 en þá tók Herdís Steinarsdóttir við keflinu. Í blaðinu hefur alla tíð verið lögð á það áhersla að sýna og segja frá því sem Eflingarfélagar eru að gera og hafa blöðin að geyma ýmsar góðar sögur um störf og áhugamál félags- manna. Jafnframt hefur verið fjallað um málefni líðandi stundar og að sjálfsögðu hafa kjaramálin alltaf átt stóran sess í blaðinu. Þannig má segja að blaðið sé ágætis heim- ild um sögu Eflingar og fyrri félaga í gegnum tíðina. Með aukinni áherslu á rafræna miðla félags- ins er markmiðið að efla upplýsingagjöf til félagsmanna og þá sérstaklega til erlendra hópsins þar sem um helmingur félagsmanna er með annað móðurmál en íslensku. Við vonum að félagsmenn Eflingar taki vel í þess- ar breytingar. berjast fyrir sínu, annað hvort með laga- legum aðgerðum eða með skipulagningu á vinnustaðnum. Það er mikilvægt að leyfa þessari brotastarfsemi ekki bara að halda áfram heldur berjast gegn henni af fullum krafti.“ Breytt afstaða eftir efnahagshrun Agnieszka sagði einnig frá eigin reynslu á vinnumarkaðnum – hún hefur unnið á Íslandi í tólf ár og tekið eftir breytingum sem áttu sér stað í samskiptum á vinnu- markaði eftir efnahagshrunið. „Fyrir hrunið var nóg að sýna yfirmanninum texta kjara- samninganna og hann lagfærði tafarlaust það sem var athugavert í launagreiðslun- um. Í hruninu tóku stéttarfélögin mjög lina afstöðu til launaþjófnaðar og við sjáum ennþá áhrifin af þeirri nálgun í dag. Launa- þjófnaður er enn útbreiddur og stéttar- félögin eiga erfitt með að endurheimta þau áhrif sem þau höfðu fyrir hrunið árið 2008.“ Agnieszka sagði að mikilvægt væri að verkafólk vissi hvert ætti að leita til að biðja um aðstoð. Hún undirstrikaði líka mikilvægi þess að þegar verkafólki finnst eins og það hafi fengið röng svör eða verið sent heim án úrlausnar ætti það að reyna aftur og leita þá til fleiri aðila sem eru hærra settir þó svo að það þýði að á endanum þurfi að senda frá sér opinbera kvörtun eða hafa samband við ASÍ til að fá aðstoð við að leysa úr vandamálum sínum. „Ég gerði það eftir fæðingaror- lofið mitt. Yfirmaðurinn minn neitaði að gefa mér tíma til að gefa barninu mínu brjóst á vinnutíma. Ég hafði samband við stéttarfélagið en þau töldu að þau gætu ekki aðstoðað mig. Ég ákvað að setja mig í samband við Vinnueftirlitið, þar sem ég fékk engin svör heldur. Mig langaði að gefast upp en ég var reið, þannig að ég ráðfærði mig við ASÍ. Lögfræðingurinn þar fann reglugerð um brjóstagjöf og atvinnu- rekandinn þurfti að breyta vaktaplaninu mínu til að gefa mér rými til að gefa barninu mínu,“ segir Agnieszka og bætir við: „Við megum ekki vera hlutlaus ef við vitum af brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Að erindum loknum var tími gefinn í spurn- ingar þar sem einn þátttakandinn sagðist vera „algjörlega búinn að fá nóg af því að ríkisstjórnin leggi ábyrgðina á herð- ar verkafólksins og stéttarfélaganna að upplýsa verkafólk um réttindi þess.“ Þess vegna er það alveg ljóst að þetta á að vera baráttumál allra. Það er mikilvægt að allir aðilar í samfélaginu taki þátt í þessari baráttu gegn mismunun og arðráni svo að erlendar konur og menn eigi auðveldara með að aðlagast samfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==