Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

28 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Félags- og leikskólaliðar Vel heppnaður fundur félags- og leikskólaliða Góður hópur leikskóla- og félagsliða hlýddi á Ragnar Ólason, sérfræðing Eflingar segja frá yfirstandandi samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög á haustfundi faghópanna 30. október sl. Mikil samstaða ríkir um kröfur í samningaviðræðunum og augljóst að fólk er orðið langeygt eftir niðurstöðu. Eftir heitar umræður kom Ari Eldjárn og lyfti upp mannskapnum með stórskemmtilegu uppistandi. ASÍ og BSRB stofna rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum Alþýðusamband Íslands og BSRB hafa ákveðið að setja á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsókn­ ir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efna­ hagsmála. Norræn heildarsamtök á vinnumarkaði starfrækja mörg hver slíkar stofnanir og er því sérstakt ánægjuefni að íslenska verka- lýðshreyfingin stígi nú þetta stóra skref. En ekki eru fordæmi fyrir því hér á landi að samtök launafólks standi að stofnun rann- sóknarseturs á borð við þetta. Tilgangurinn er að bæta þekkingu á lífs- skilyrðum launafólks og að brúa bilið milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Stofnuninni er ætlað að dýpka umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launa- fólks fyrir bættri afkomu og betri lífsskil- yrðum. Hún verður þverfagleg og sjálfstæð í sínum störfum. Til að skapa rannsóknarstofnuninni rekstr- argrundvöll tryggja ASÍ og BSRB sameig- inlega fjármagn og aðstöðu undir rekstur- inn. Vonir standa til þess að stofnunin hefji starfsemi sem fyrst. „Það er von mín að með nýrri rannsóknar- stofnun fáum við betri upplýsingar um stöðu vinnandi fólks og hvernig bæta megi hag almennings. Það skiptir miklu máli að búa til og miðla þekkingu á okkar eigin forsendum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Félagar okkar á hinum Norðurlöndunum hafa byggt upp sambærilegar rannsóknar- stofnanir með góðum árangri sem hefur stuðlað að bættri þekkingu á vinnumark- aðsmálum. Því er fagnaðarefni að þetta verði loks að veruleika hér á landi. Það er brýnt að efla rannsóknir á sviði vinnu- markaðsmála og hér leggjum við grunninn að mikilvægri stofnun,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==