Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

29 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Endurmenntun Horfir þinn vinnustaður til framtíðar? Atvinnulífið og vinnuumhverfið breyt­ ist og þörfin á að þróa færni og getu þeirra sem eru á vinnumarkaði er mikil­ vægari nú en nokkru sinni fyrr. Með fjórðu iðnbyltingunni, eins og þeim iðnbylting­ um sem áður hafa komið, leggjast einhver störf af, sum breytast og önnur ný störf verða til. Ítrustu spár gera ráð fyrir að allt að 80% núverandi starfa verði meira eða minna tölvu- eða tæknivædd á næstu tveimur áratugum. Þau störf breytast eða hverfa. Það má hinsvegar ekki gleyma því að auðveldara er að sjá hvernig núverandi störf geta tapast vegna sjálfvirkni en að ímynda sér hvernig ný störf geta komið fram einhvern tímann í framtíðinni. Það er í raun ómögulegt að hugsa sér hvaða störf verða til um miðja öld samanber það að í byrjun síðustu aldar hefði ekki neinn vitað hvað forritari eða jógakennari er en litið er á hvorutveggja í dag sem sjálfsögð störf. Ný störf verða til. Í þessu samhengi hafa umræður um fram- tíð vinnunnar og fjórðu iðnbyltinguna beinst að hæfnibili starfsfólks og hvernig hægt sé að brúa það bil með fræðslu og þjálfun en hæfnibil er mismunurinn á hæfni sem þörf er á innan vinnustaðar og þeirrar hæfni sem starfsfólk hefur yfir að ráða. Að framkvæma greiningar á hæfnibili er mikilvægt til að bera kennsl á þá hæfni sem nauðsynleg er til að mæta þörfum starfsfólks og þróun starfa samhliða stefnu, markmiðum og framtíðarsýn fyrirtækis- ins. Sá sem vill vera á vinnumarkaði þarf að rýna i eigin hæfni og getu og sækja sér þá fræðslu og þjálfun sem nauðsynleg er til framþróunar. Ábyrgðin er bæði atvinnu- rekenda og starfsfólksins. Í því felst að allir þurfa að róa að sömu markmiðum. Ef litið er til Bretlands má sjá vísbendingar um að atvinnurekendur fjárfesta minna í þjálfun og fræðslu starfsfólks en gert var fyrir 20 árum. Í því samhengi er meðal annars bent á að sá tími sem hver starfs- maður ver í fræðslu á ári hefur dregist tölu- vert saman. Það sem er athyglisvert og sannarlega áhyggjuefni er að sú fræðsla sem er sótt er, annað hvort lögbundin, snertir þætti sem snúa að heilsu og öryggi og annað það sem getur verið nauðsynlegt fyrir rekstrarhæfi fyrirtækisins eða snýr að almennri nýliðafræðslu. Það má ekki draga úr vægi þessa eða mikilvægi en það smá sannarlega hafa af því áhyggjur hvort verið sé að mæta hæfniþörf starfsfólks og búa það undir breytingar á störfum þess. Frá því að Starfsafl tók til starfa hefur verið stigvaxandi vöxtur í fjölda umsókna frá fyrirtækjum. Hins vegar er það áhyggjuefni að hluti af þeim vexti sem á sér stað, er eins og í Bretlandi, vegna lögbundinnar fræðslu og fræðslu sem hefur með rekstrarhæfi að gera. Á árinu 2015 tók gildi breyting á umferð- arlögum sem fól í sér kröfu um endur- menntun ökumanna stórra ökutækja. Sú lagasetning hefur haft þau áhrif að hátt hlutfall umsókna í sjóðinn er vegna námskeiða atvinnubílstjóra og þá einna helst vegna áðurnefndrar endurmenntunar. Það er hins vegar hægt að draga það í efa að endurmenntunin taki mið af og undirbúi þá undir störf framtíðarinnar. Það er hætta á því að atvinnurekendur sem þurfa að fjárfesta í lögbundinni fræðslu láti þar við sitja, enda það eitt og sér oft flókið og kostnaðarsamt, og fjárfesti ekki frekar í sínu starfsfólki. Fjárfesting í þjálfun og þróun er lykillinn að því að takast á við hindranir og skort á þekkingu og færni innan vinnustaða, hvort heldur um stofnanir eða fyrirtæki er að ræða. Það eru tvær leiðir til að mæta þeirri hæfni sem upp á vantar, þjálfun eða nýráðning. Ákveða þarf hvaða nálgun virkar best fyrir hvert hæfnibil. Rétt þjálfun getur hjálpað til við að loka eyðum milli núverandi og æski- legs hæfnistigs og þannig séð til þess að fyrirtækið og starfsfólk þess sé í stakk búið til að mæta verkefnum morgundagsins. Að því sögðu er fjöldi fyrirtækja sem þjálf- ar sitt starfsfólk til að mæta hæfnibilum. Í einhverjum tilfellum getur það verið kostn- aðarsamt að fara þá leið að þjálfa í lausar eða nýjar stöður en það er oftar en ekki hagkvæmara en nýráðning. Í minni fyrirtækjum er það auðveldlega á færi þeirra sem fara með mannauðsmál að greina þessar þarfir og setja í gang fræðsluáætlun en sé þess ekki kostur, má fá inn ráðgjafa en fjöldi ráðgjafa veitir aðstoð við hæfnigreiningar og þá er Fræðslustjóri að láni kjörin leið. Fræðslustjóri að lán i felur í sér fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Að því sögðu hvetur Starfsafl fyrirtæki til að nýta sér áunninn rétt hjá sjóðnum, horfa til framtíðar og fjárfesta í sínu starfsfólki umfram það sem er nauðsynlegt til að viðhalda rekstrarhæfi. - eftir Lísbet Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Starfsafls

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==