Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Undanfarin misseri hefur umræða um styttingu vinnuvikunnar orðið æ fyrirferðameiri í samfélaginu. Í yfirstandandi kjaravið- ræðum við hið opinbera er stytting vinnuvikunnar eitt af stærstu baráttumálunum. Styttri vinnuvika er talin skila ánægðara starfsfólki sem líður betur í vinnunni ásamt því að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. BSRB stofnaði til tilraunaverkefna svo hægt væri að meta árangurinn af slíkri styttingu hér á landi. Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar stóð frá 2015 – 2019 en tilraunaverkefni BSRB og ríkisins hófst í byrjun apríl 2017. Lokaskýrsla Reykjavíkurborgar um tilraunaverkefnið kom út í júní 2019. Allar rannsóknirnar sýndu fram á jákvæð áhrif af styttingu vinnuvikunnar. Meðal annars að stytting vinnu- vikunnar auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álagið á vinnustað og heimilum starfs- manna. Samverustundum fjölskyldna fjölgaði og starfsmenn fundu fyrir bættri andlegri og líkamlegri heilsu og höfðu meiri orku í félagslíf eða til að stunda heilsurækt. Þá virtust karlar taka meiri þátt í húsverkum og hversdagslegum verkefnum barna sinna. Stytting vinnuvikunnar - Niðurstöður tilraunaverkefnis hjá Reykjavíkurborg og ríki Leikskólinn Heiðarborg Hverfa- og verkbækistöðin á Njarðargötu Leikskólinn Geislabaugur Réttarholtsskóli Leikskólinn Múlaborg Heimaþjónustan á Vitatorgi Heimsóknir á vinnustaði Reykjavíkurborgar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==