Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Starfsfólk Reykjavíkurborgar kallar eftir bættum kjörum Fulltrúar Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann, í fararbroddi hafa heimsótt félagsmenn á vinnustöðum Reykjavíkurborgar nú þegar kjaravið- ræður við borgina standa sem hæst. Tilgangurinn er að spjalla við félagsmenn og hlusta eftir því hvað þeir hafa að segja. Af heimsóknunum að dæma er ljóst að Eflingarfólk hjá Reykjavíkurborg er löngu búið að fá nóg af ástandinu, það er orðið þreytt á því hversu langan tíma viðræð­ urnar taka og er tilbúið í átök til að knýja fram breytingar. Félagsmenn Eflingar halda uppi leikskólum borgarinnar en eru samt á lægstu launun­ um þar. Ófaglært starfsfólk leikskólanna á fáa kosti til að hækka í launum. Starfs­ reynsla þess er lítils metin og námskeið sem þeim standa til boða hafa lítil áhrif á laun. Mikill niðurskurður í kjölfar hruns­ ins hefur haft alvarlegar afleiðingar, heilsu starfsmanna hrakar, veikindadögum fjölgar og fleiri fara á endanum á örorku. Starfsfólk skóla sem sinnir mötuneyti, gangavörslu og þrifum tók einnig á sig mikla kjaraskerðingu í hruninu sem enn hefur ekki verið leiðrétt. Vinnuálagið hefur aukist og aðstæður versnað. Starfsfólk í heimaþjónustu greinir einnig frá auknu álagi. Endalaust er aukið við verkefni þeirra án þess að fyrir það sé veitt nokkur umbun. Hverfa- og verkbækistöðin á Njarðargötu er einn þeirra vinnustaða sem tók þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunn­ ar. Starfsfólk þar er sammála um að tilraun­ in hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Ánægjuna hafi þau tjáð með ýmsum hætti í fjölda kannanna sem Reykjavíkurborg lagði fyrir þau. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkur­ borg nú afnumið styttinguna án þess að bjóða neitt í staðinn og hunsar þannig vilja þeirra sem tóku þátt í verkefninu. Það hljóta að vera sjálfsagðar og sann­ gjarnar kröfur að starfsfólkið sem heldur starfsemi borgarinnar gangandi með þjón­ ustu- og umönnunarstörfum geti lifað á launum sínum og haldið heilsu. Skilaboð Eflingarstarfsfólks Reykjavíkurborgar eru skýr: Við viljum að okkur sé mætt af sann­ girni við samningaborðið, við viljum bætt kjör og við erum reiðubúin að grípa til aðgerða til ná fram sanngjörnum kröfum. Ljósm. Þórdís Erla Ágústsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==