Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

5 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nýr varaformaður SGS Sólveig Anna kjörin varaformaður SGS Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin vara­ formaður Starfsgreinasambands Íslands 25. október sl., en þá lauk 7. þingi sam­ bandsins. Að auki var Ragnar Ólason sérfræðingur hjá Eflingu endurkjörinn meðstjórnandi í framkvæmdastjórn. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður SGS til tveggja ára. Á þinginu var samþykkt að stækka fram- kvæmdastjórnina og skipa hana nú sjö meðstjórnendur auk formanns og varafor- manns. Rætt var um kjaramál á þinginu og þá alvar- legu stöðu sem nú er uppi í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Er fólk almennt sammála um að óbilgirni og hroki einkenni viðmót viðsemjenda og lítill skilningur sé á stöðu félagsmanna aðildarfélaga SGS. Ragnar Ólason segir það gleðileg tíðindi að Sólveg Anna sé nýr varaformaður SGS. Hann telur þetta styrkja forystu Starfs- greinasambandsins en Efling er langstærsta aðildarfélag þess. Starfsgreinasambandið er sameinað og sterkt enda er samstaða lykil­ atriði þegar kemur að kjarasamningum. Sólveig Anna Jónsdóttir ásamt nýrri framkvæmdastjórn SGS sem kjörin var á þinginu Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, Ragnar Ólason, Zsófía Sidlovits og Magdalena Kwiatkowska, í stjórn Eflingar Frá vinstri: Zsófia Sidlovits, Inno Fiati Avo, Agnieszka Ewa Ziólkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Ruth Adjaho Samúelsson og Magdalena Kwiatkowska

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==