Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

11 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leikskóla- og félagsliðar Aðalfundir faghópa leikskólaliða og félagsliða Samstaða í faghópum leikskóla- og félagsliða Aðalfundir faghópa leikskólaliða og félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi voru haldnir miðviku- daginn 5. júní kl. 20:00 í fræðslusetri Eflingar. Fluttar voru skýrslur stjórnar þar sem farið var yfir starfsemi liðins árs. Kjörnar voru nýjar stjórnir og bættust nokkrir öflugir félagar í hópinn. Í stjórn félagsliða voru kosnar inn nýjar Rubenita Torres La-Um og Anna Lýdía Hallgrímsdóttir og í stjórn faghóps leikskólaliða voru kosnar inn nýjar Hólmfríður Sævarsdóttir, Eygló Hafsteinsdóttir og Margrét Ósk Hjartardóttir. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum hélt Ragnar Ólason sviðsstjóri kjaramálasviðs erindi um yfirstandandi kjarasamningsviðræð- ur við ríki, sveitarfélög og hjúkrunarheimili. Það skapaði líflegar umræður og ljóst að okkar fólk stendur saman í sínum áherslum hvað varðar kaup og kjör í komandi samningum. Stjórn leikskólaliða 2019–2020 Stjórn félagsliða 2019–2020 Hefur þú fengið orlofsuppbót 2019? Einkafyrirtæki – Samtök atvinnulífsins: 76.000 kr. Fullt ársstarf m.v. 45 vikur eða 1800 klst. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuð- um m.v. 30. apríl eða er í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbót. Orlofsuppbótin í ár er hærri (og greiðist út fyrr) vegna þess að ofan á vanalega uppbót, 50.000 kr., leggjast 26.000 kr. aukalega vegna undir- ritunar nýrra kjarasamninga við SA. Félagsmenn Eflingar eiga nú að hafa fengið orlofsuppbót fyrir árið greidda Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí–30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok. Ríki, hjúkrunarheimili, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög: Þar sem kjarasamningar á opinbera vinnumarkaðnum eru lausir núna liggur ekki fyrir hver upphæð orlofsuppbótar fyrir árið 2019 verður. Eðlilegt er því að notast við upphæð síðasta árs 48.000 kr. og starfsmenn fái svo leiðréttingu ef samið verður um hærri orlofs- uppbót í komandi samningum. Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót. Hafðu samband við kjaramálafulltrúa Eflingar ef þú hefur ekki fengið orlofsuppbót fyrir árið. You can find information in English about the Holiday bonus 2019 at Eflings’ webpage. Informacje w języku polskim na temat dodatku letniego w roku 2019 znajdują się na stronie internetowej Eflingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==