Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

12 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Trúnaðarmenn Rætt um fordóma á vorfundi trúnaðarmanna Vorfundur trúnaðarmanna Eflingar-stéttarfé- lags var haldinn í Iðnó miðvikudaginn 29. maí. Fundurinn var vel sóttur og tóku trúnaðar- menn virkan þátt í námskeiði á vegum ICI (InterCultural Iceland) um hversdagsfordóma á vinnustað. Guðrún Pétursdóttir frá ICI hefur haldið þetta námskeið víða við góðan orðstýr. Ljóst er að úrbóta er þörf á mörgum vinnustöðum hvað varðar mismunun og fordóma og mikilvægt að halda á lofti umræðu um þessi málefni. Að námskeiði loknu nutu trúnaðarmenn léttra veitinga og spjölluðu saman. Trúnaðarmann tóku virkan þátt í námskeiðinu um hversdagsfordóma Guðrún Pétursdóttir frá ICI hélt áhugavert námskeið um hversdagsfordóma Góð stemming var á fundi trúnaðarmanna í Iðnó Hlustað af athygli

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==