Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

21 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Gjafir Óvænt og dýrmæt gjöf Félaginu barst skemmtileg og óvænt gjöf úr dánarbúi Þóris Björns- sonar en um er að ræða muni sem faðir hans, Björn Bjarnason formaður Iðju félags verksmiðjufólks, fékk þegar hann var formaður félagins. Það var frænka Þóris, Kristín Axelsdóttir, sem kom á skrif- stofu félagsins færandi hendi og var henni vel tekið enda afar gleði- legt að félagið fái þessa dýrgripi í sínar hendur. Um er að ræða vasa með útskornum landvættum og nafni Björns og Iðju, einnig er áletrunin Minning Skúla hefjist hátt og er þar eflaust átt við Skúla fógeta, upphafsmann iðnaðar í Reykjavík. Eins var gólfvasi, sennilega úr grít, með nafni Iðju og svo Björns hinum megin. Eins færði Kristín félaginu mynd af Birni ásamt félagsskírteininu hans í Alþýðusam- bandi Íslands. Nafn og fæðingardagur var ritað í skírteinið sem er einkar veglegt, ásamt því að færðar voru inn iðgjaldagreiðslur frá viðkomandi félagsmanni sem félagið vottaði fyrir með því að stimpla skírteinið. Inn í skírteininu sjálfu má sjá hvatningu til félagsmanna um að sækja fundi síns félags og rækja skyldur sínar við verkalýðssamtökin. Kristín segir að það eigi vel við að félaginu séu færðir þessir munir úr dánarbúi frænda síns þar sem hann hafa alla tíð verið mikill baráttu- maður en hann fæddist 28. apríl 1926 og féll frá nýlega rúmlega níræð- ur að aldri. „Hann var samkynhneigður og fann fyrir miklu órétti í garð þeirra á sínum yngri árum en var alltaf virkur í baráttunni, hann hjálpaði m.a. eyðnismituðum, hjúkraði þeim og hjálpaði þegar aðrir vildu ekki koma nálægt þeim“, segir hún. Efling þakkar henni kærlega fyrir að koma mununum í hendur félagsins. Munir frá Iðju IÐNAÐARGASIÐ FÆST HJÁ ÍSAGA ÍSAGA hefur í 100 ár stutt við ört vaxandi íslenskan iðnað og framleiðslu ásamt því að sjá nú heilbrigðiskerfinu fyrir hágæða súrefni á öruggan hátt. FYRIR IÐNAÐINN ÞÚ FINNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SÖLUSTAÐI OG UMBOÐ FYRIR IÐNAÐARGAS Á AGA.IS Selfoss Vélaverkstæði Þóris Austurvegi 69 Sími: 482 3548 Vestmannaeyjar Nethamar Strandvegi 105 Sími: 481 3226 Ísafjörður Þröstur Marsellíusson hf. Hnífsdalsvegi 27 Sími: 456 3349 Reyðarfjörður Launafl ehf, verslun Austurvegi 20a Sími: 414 9460 | 414 9462 Akureyri Sandblástur & málmhúðun hf. Árstíg 6 Sími: 460 1500 Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga -byggingavörudeild, Eyrarvegi 21 Sími: 455 4610 Reykjavík ÍSAGA ehf. Breiðhöfða 11 Sími: 577 3000 Garðabær Metal ehf. Suðurhrauni 12b Sími: 545 4600

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==