Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

22 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S 1. maí hátíðarhöldin Góð mæting á 1. maí Veðrið var hið besta þann 1. maí, enda var vel mætt í hina árlegu kröfugöngu. Yfirskrift hátíðarhaldanna í ár var Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla . Eftir kröfugönguna safnaðist mikill mannfjöldi saman á Ingólfstorgi á útifundi þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB héldu ræður. Tónlistarat- riði voru í höndum Bubba Morthens og GDRN. Hið árlega 1. maí kaffi beið síðan félagsmanna Eflingar í Valsheimilinu að Hlíðar- enda. Að vanda var boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Þá var ýmis afþreying í boði fyrir krakka, myndabox, andlitsmálning og blöðrulistamaður. Ekki var annað að sjá en að félagsmenn Eflingar hefðu fjölmennt bæði í gönguna og kaffið og nutu þess í veðurblíðunni að spjalla við vinnufélaga, vini og kunningja. Frábær stemmning í veðurblíðunni 1. maí

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==