Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

3 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiðari Júlí 2019 4. TÖLUBLAÐ, 24. ÁRGANGUR UPPLAG 23.500 EINTÖK Útgefandi: Efling-stéttarfélag Ábyrgðarmaður Sólveig Anna Jónsdóttir Ritstjóri Herdís Steinarsdóttir Viðtöl Þórunn Hafstað Ljósmyndun Herdís Steinarsdóttir, Þórunn Hafstað, Þorfinnur Sigurgeirsson o.fl . Ritstjórn Fjóla Jónsdóttir Rakel Pálsdóttir Viðar Þorsteinsson Starfsmenn á skrifstofu Aðalheiður Rán Þrastardóttir Alma Pálmadóttir Anna Lísa Terrazas Andrea Helgadóttir Arna Björk Árnadóttir Árna I María Guðjónsdóttir Benjamin Julian Berglind Elín Davíðsdóttir Berglind Kristinsdóttir Berglind Rós Gunnarsdóttir Elín Gestsdóttir Elín Hallsteinsdóttir Elín Hanna Kjartansdóttir Fjóla Jónsdóttir Fjóla Rós Magnúsdóttir Flosi Helgason Guðrún Sigurbjörnsdóttir Harpa Dís Magnúsdóttir Helga Sigurðardóttir Herdís Steinarsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Ingibjörg Dís Gylfadóttir Ingibjörg Elín Þorvaldsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Ingólfur Björgvin Jónsson Jóna Sigríður Gestsdóttir Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Kolbrún S. Jónsdóttir Kristinn Örn Arnarson Kristjana Valgeirsdóttir Magdalena Samsonowicz María Karevskaya Óskar Örn Ágústsson Ragnar Ólason Ragnheiður Baldursdóttir Ragnheiður Valgarðsdóttir Rakel Pálsdóttir Sara Öldudóttir Sigríður Ólafsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir Sigurlaug Jónsdóttir Sigurrós Kristinsdóttir Stefán Ólafsson Sveinn Ingvason Tryggvi Marteinsson Valgerður Árnadóttir Viðar Þorsteinsson Wieslawa Vera Lupinska Þorfinnur Sigurgeirsson Þórir Guðjónsson Þórunn Hafstað Þuríður Gísladóttir Starfsafl Lísbet Einarsdóttir Eva Björk Guðnadóttir Útlit og umbrot Þorfinnur Sigurgeirsson Prentun og bókband Forsíðumynd Agniezka Ewa Ziólkowska, nýr varaformaður Eflingar-stéttarfélags. Kæru félagar, þrátt fyrir að samningar við hið opinbera hafi verið lausir frá því 31. mars er því miður skemmst frá því að segja að enn er langt í land og viðræðum miðar afskaplega hægt. Viðræðum Eflingar og Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar verið vísað til Ríkissáttasemjara sökum þess að samninganefnd SÍS einfaldlega neitar að ræða þau loforð sem gefin voru við undirritun síðustu samninga, árið 2015, um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir starfsfólk sveitarfélaganna. Frá slíkri jöfnun hefur þegar verið gengið við Reykjavíkurborg og ríki. Hér er ekki um neitt smámál að ræða; borg og ríki greiða sérstakan lífeyrisauka, 5,91%, en fyrir fólkið á lægstu laununum sem þó starfar sannarlega við undirstöðustörf íslensks samfélags er hér um verulega upphæð að ræða, eða u.þ.b. 18.000 krónur. Þetta er auðvitað ólíðandi nálgun sem ekki er hægt að sætta sig við. Í viðræðum við ríki og Reykjavíkurborg hefur einnig lítið gerst en viðræðum hefur þó enn ekki verið vísað til Ríkissáttasemjara. Það er þó að mínu mati aðeins tímaspursmál að slíkt gerist. Þar er helst til umfjöllunar stytting vinnuvikunnar. Við höfðum bundið miklar vonir við að loksins yrði látið til skarar skríða og raunstytting vinnuvik- unnar yrði að veruleika, ekki síst í ljósi þeirrar ánægju sem tilraunaverkefni um styttingu vakti hjá þeim sem þátt tóku. Því kom það okkur satt best að segja verulega á óvart að komast að því að aðeins óveruleg stytting er í boði hjá viðsemjendum okkar. Á fundi með Reykjavíkurborg tóku samningaviðræður svo á sig enn undarlegri blæ þegar fulltrúum Eflingar var tilkynnt um að tilraunaverkefni borgarinnar um styttingu, sem staðið hefur í fjögur ár og niðurstöður þess væru ekki einu sinni til umræðu. Enn á ný furða ég mig á þeirri afstöðu sem birtist okkur gagnvart félagsmönnum Eflingar og öðru láglaunastarfs- fólki hjá hinu opinbera. Ekki aðeins eru launin fáránlega lág, heldur er álagið geigvænlega mikið. Það hlýtur að vera öllum ljóst að undirmönnun, erfiðar vinnuaðstæður og lág laun eru ekki geðsleg blanda. Þrátt fyrir hið enda- lausa tal um að allt sé svo frábært á Íslandi og hvergi sé betra að vera vitum við sem unnið höfum við umönnun að þar er lífið sannarlega enginn dans á rósum. Í stað þess að standa í vegi fyrir sjálfsagðri og eðlilegri kröfu um að vinnuvikan verði raunverulega stytt án þess að til komi nokkur sala á mikilvægum réttindum eins og kaffihlé- um ættu fulltrúar hins opinbera, hvort sem það er hjá ríki, borg eða sveitarfélögum að sjá sóma sinn í því að leiða þá mikilvægu byltingu sem raunstytting vinnuvikunnar sannarlega er. Það hlýtur að vera þeirra ábyrgð og skylda. Að lokum: Við hljótum öll að hafa verulegar áhyggjur af því að nú í kjölfar þess að enn einn auðmaðurinn fékk að fara með íslenska hagkerfið eins og prívat leikfang, verði afleiðingum undanlátssemi yfirvalda við hið kapítalíska kerfi velt með grimmilegum hætti yfir á vinnuaflið. Það er auðvitað gömul saga og ný; auðstéttin fer sínu fram, full oflætis en svo erum það ávallt við, hið svokallaða venjulega fólk sem án þess að vera nokkru sinni spurð, sem erum látin taka á okkur æ þyngri byrðar, æ meiri óstöðugleika, æ ótryggari framtíð. „Afkomuspár“ versna og atvinnuleysi eykst, einfaldlega vegna þess að niðursveiflan er innbyggð í það efnahagskerfi sem við búum við og þegar við erum svo óheppin að stjórnvöld líta ekki á það sem sína ábyrgð að hafa hemil á útþensluhug- myndum kapítalista, heldur ýta þvert á móti undir slíka hegðun, þá er voðinn að sjálfsögðu vís. Ég vona innilega að skellurinn verði ekki of harkalegur fyrir verkafólk en hér nægir ekki að vona; hér verðum við að berjast fyrir því af fullri hörku að tekið verði á málum af réttlæti og sanngirni, að ekki verði farið í enn einn niðurskurðinn og enn eitt einkavæðingarverkefnið sem „lausn“ á efnahagslegum vandamálum. Tími slíkra falslausna er löngu liðinn. EFNISYFIRLIT Kjarasamningur við SA samþykktur . . . . . 4 Staða viðræðna við hið opinbera . . . . . . 6 Viðburðaríkt ár að baki hjá Eflingu . . . . . 7 Agnieszka Ewa Ziólkowska í viðtali . . . . . 8 Samstaða í faghópum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Vorfundur trúnaðarmanna . . . . . . . . . 12 Hversdagsfordómar . . . . . . . . . . . 14 Óþreyja meðal trúnaðarmanna . . . . . . . 16 Óvænt og dýrmæt gjöf . . . . . . . . . . 21 Frábær stemming á 1. maí . . . . . . . . . 22 Ávarp Sólveigar Önnu á 1. maí . . . . . . . 25 Tækifæri til að gera meira og betur . . . . 27 Dagsferðin – Uppsveitir Árnessýslu . . . . . 29 Veiðileyfi í Norðurá . . . . . . . . . . . . 31 Frábært að kynnast þessum flotta hópi . . . 32 Það eru engin störf á dauðri plánetu . . . .34 Krossgátan . . . . . . . . . . . . . . . 37 Útskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar-stéttarfélags Tími falslausna er liðinn FRÉTTABLAÐ Sólveig Anna Jónsdóttir Aðsetur: Efling-stéttarfélag, Guðrúnartúni 1, Sími 510 7500, www.efling.is. Skrifstofan í Reykjavík er opin: kl. 08:15-16:00 Skrifstofa Suðurlandi: Breiðumörk 19, 810 Hveragerði. Sími 510 7576

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==