Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Nýr kjarasamningur Kjarasamningur við SA samþykktur með miklum meirihluta atkvæða Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirrit- aður var með fyrirvara um samþykki félagsmanna þann 3. apríl síðastliðinn, var samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í almennri atkvæðagreiðslu. Af þeim sem tóku afstöðu samþykktu 79% samninginn, eða tæplega fjórir af hverjum fimm. Atkvæði greiddu 1.967 félagsmenn eða 10,16% af þeim 19.352 sem voru á kjör- skrá. Atkvæði voru greidd bæði rafrænt og á pappír utan kjörfundar. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 eða í 3 ár og 8 mánuði. Hækkanir mánaðarlauna þeirra sem starfa á kauptöxtum miðað við fullt starf • apríl 2019 17.000 kr. • apríl 2020 24.000 kr. • janúar 2021 24.000 kr. • janúar 2022 25.000 kr. Hækkanir mánaðarlauna þeirra sem eru ofan við kauptaxta miðað við fullt starf • apríl 2019 17.000 kr. • apríl 2020 18.000 kr. • janúar 2021 15.750 kr. • janúar 2022 17.250 kr. Kjaratengdir liðir samningsins, t.d. bónusar, hækka um 2,5% á sömu dagsetningum og hækkanir mánaðarlauna nema um annað sé samið. Lágmarkstekjutrygging Í samningnum verður lágmarkstekjutrygging, sem tryggir lágmarks mánaðarlaun fyrir fulla vinnu að meðtöldum álögum, bónusum og auka- greiðslum. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf: • apríl 2019 317.000 kr. • apríl 2020 335.000 kr. • janúar 2021 351.750 kr. • janúar 2022 368.000 kr. Hagvaxtartengdar launahækkanir Á árunum 2020–2023 komi til framkvæmda launahækkun að gefinni ákveðinni þróun hagvaxtar á hvern íbúa. Þessi tenging við hagvöxt tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3–13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. Hagvaxtartengdar launahækkanir koma til áhrifa 1. maí árin 2020, 2021, 2022 og 2023 og byggjast á hagvaxtartölum ársins á undan, reiknuðum af Hagstofunni. Hækkun hagvaxtar Launahækkun Launahækkun á laun á íbúa milli ára á taxta ofan við taxta 1,00–1,50% 3.000 kr. 2.250 kr. 1,51–2,00% 5.500 kr. 4.125 kr. 2,01–2,50% 8.000 kr. 6.000 kr. 2,51–3,00% 10.500 kr. 7.875 kr. Meira en 3,00% 13.000 kr. 9.750 kr. Desemberuppót fyrir fullt starf (var 89.000 kr. 2018) • 2019 92.000 kr. • 2020 94.000 kr. • 2021 96.000 kr. • 2022 98.000 kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==