Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

32 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiðtogar framtíðarinnar Alma Pálmadóttir, í stjórn ASÍ-UNG og starfs­ maður Eflingar fékk á dögunum einstakt tækifæri til að öðlast fjölbreyttari þekk- ingu á verkalýðshreyfingunni og um leið efla ræðumennsku, framkomu og sjálfsstyrk. Síðast en ekki síst til að mynda tengslanet og hitta annað fólk í hreyfingunni. Hún tók þátt í námskeiðinu Ungir leiðtogar sem er ætlað ungu fólki með það að markmiði að kynnast betur verkalýðshreyfingunni og efla það sem leiðtoga. Alma var ein af átján manns sem tók þátt í námskeiðinu sem samanstóð af þremur lotum og var síðasta lotan haldin í Brussel. „Það var frábært að fá að kynnast þessum flotta hópi og fá tækifæri til að mynda gott tengslanet. Þetta var ótrúlega áhugavert, skemmtilegt og nytsamt námskeið,“ segir hún. „Fyrsta lotan var haldin 14. og 15. mars og þar fengum við flotta kennslu um það hvern- ig eigi að koma fram og undirbjuggum m.a. ræðukeppni sem haldin var seinni daginn. Sirrý Árnadóttir, fjölmiðlakona var með erindi og eins kom maður frá Improv Islandia og við fórum í alls konar spunaleiki þar sem við þurftum að koma fram.“ Seinni daginn flutti Drífa Snædal, forseti ASÍ, erindi um vald og hindranir sem Alma segir að hafi verið einkar fróðlegt. „Þá var líka haldin ræðukeppnin sem var áskorun fyrir marga en gekk mjög vel.“ Hópurinn fékk einnig kynningu á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum frá ASÍ og hóf undir- búning að heimaverkefni sem var tekið fyrir í lotu tvö. „Okkur var skipt niður í hópa fyrir heima­ verkefnið og voru fjögur viðfangsefni sem hafa verið í umræðunni valin; vinna og einka- lífið, fátækar ungar fjölskyldur, borgaralaun og umhverfismál. Ég valdi viðfangsefnið fátækar ungar fjölskyldur.“ Lota tvö var haldin í apríl þar sem hóparnir unnu að kynningu á sínum heimaverkefn- um ásamt því að fá fræðslu um sögu verka- lýðshreyfingarinnar. „Hópurinn minn fór í heimsókn í Félags- og barnamálaráðuneytið sem var mjög áhugavert,“ segir Alma. Um kvöldið fór hópurinn út að borða saman og segir Alma að mikilvægur hluti af námskeiði sem þessu sé að kynnast öðru fólki og efla tengslin. Lotu tvö lauk svo á því að allir hóparnir kynntu heimaverkefni sín og fengu fræðslu um þá staði sem þau ætluðu að heimsækja í Brussel. Þann 23. maí var svo ferðinni heitið til Brussel þar sem hópurinn dvaldi í þrjár nætur. „Þetta var góð ferð með frábæru fólki,“ segir Alma. Á Þetta var ótrúlega áhugavert, skemmtilegt og nytsamt námskeið Ungir leiðtogar Frábært að kynnast þessum flotta hópi - segir Alma Pálmadóttir, félags- og kjarafulltrúi Eflingar Ungt fólk er stór hópur á vinnumarkaði og þá sérstaklega hjá Eflingu en virkni þeirra innan stéttarfélaga og aðkoma þess að stjórnun, þingum og ákvarðanatöku lítil. Ungt fólk glímir þá við ótal vandamál á vinnumarkaði og fyrir utan erlenda starfsmenn er oftast brotið á þeim. Námskeiðið Ungir leiðtogar er ætlað til að styrkja þennan hóp og gera honum kleift að koma röddum ungs fólks á framfæri. Allur hópurinn á Poelaert Square

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==