Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið - segir Agnieszka Ewa Ziólkowska, nýr varaformaður Eflingar-stéttarfélags Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við sem vara- formaður Eflingar á aðalfundi félagsins 29. apríl sl. Hún hefur síðastliðin fjögur ár verið trúnaðarmaður á vinnustað sínum, Almenn- ingsvögnum Kynnisferða, og hefur í gegnum það starf öðlast mikla reynslu af félagsstörf- um. Hún kom til landsins fyrir tólf árum og þekkir því vel að vera útlendingur á íslenskum vinnumarkaði. Staða sem margir félagsmenn Eflingar kannast við enda helmingur félags- manna af erlendum uppruna. Þann 1. ágúst nk. mun hún hefja störf á skrifstofu Eflingar. Við hjá Eflingarblaðinu settumst niður með henni til að forvitnast um þessa sterka konu sem hefur helgað drjúgum hluta frítíma síns í að hjálpa vinnandi fólki og er nú komin í forystu eins annarra stærstu stéttarfélaga landsins. „Ég fæddist í Póllandi 5. mars 1984 og kláraði stúdentspróf árið 2004 en gat vegna fjöl- skylduástæðna ekki haldið áfram námi. Ég var í nokkrum störfum, vann á veitingastað og á skrifstofu í nokkur ár.“ Agnieszka segir að hún hafi ung byrjað að vinna. „Mamma og pabbi áttu verslun þegar ég var lítil og ég hjálpaði þeim frá unga aldri í búðinni ásamt því að gæta bróður míns sem er sjö árum yngri en ég.“ En hvernig kom það til að hún flutti til Íslands? „Faðir minn kom til Íslands árið 2007 og ég fór í heimsókn til hans ári seinna. Þegar ég sá hvernig Ísland leit út og hvernig fólkið var, dýrkaði ég strax landið og ákvað að flytjast hingað.“ Agnieszka fékk vinnu hjá ræstingar- fyrirtækinu ISS þar sem hún vann í nokkur ár. „Ég vann í afleysingum þannig að ég keyrði á milli staða.“ Hún segir að þá fyrst hafi hún tekið eftir því hversu ósanngjarnt launakerf- ið hér er. „Þarna var fólk að vinna við mjög mismunandi þrif, að þrífa á spítölum þar sem verklagið er allt annað en t.d. á bókasöfnum en samt fá allir borgað það sama þrátt fyrir að ekki sé um sömu vinnu og ábyrgð að Ef fólk er ánægt á vinnustaðnum sínum þá skipuleggur það ekki verkföll Agnieszka Ewa Ziólkowska, nýr varaformaður Eflingar Fyrirtækið vildi oft á tíðum ekki vinna með mér og það var ekki fyrr en Efling gekk í málið með mér sem ég fékk einhver svör Agnieszka tekst á við ný verkefni þann 1. ágúst nk. þegar hún hefur störf á skrifstofu Eflingar sem varaformaður félagsins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==