Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Efling-stéttarfélag Aðalfundur Eflingar Viðburðaríkt ár sem einkenndist af átökum á vinnumarkaði Aðalfundur Eflingar–stéttarfélags var haldinn í Austurbæ þann 29. apríl. Fundurinn fór fram með hefðbundnu sniði og var mæting með ágætum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar flutti skýrslu stjórnar þar sem hún fór yfir viðburðaríkt ár sem einkenndist öðru frem- ur af átökum á vinnumarkaði með hörðum samningaviðræðum og verkfallsaðgerðum. Sólveig Anna lýsti árinu sem bæði krefjandi og lærdómsríku þar sem unnið var markvisst að því að auka sýnileika félagsins og gefa því sterkari rödd í samfélaginu auk þess að efla þjónustu við félagsmenn og virkja þá til þátt- töku í félagsstarfinu. Er það mat manna að það hafi tekist með farsælum hætti og samstaða félagsmanna í þeirri vinnu sem átti sér stað hafi verið einkennandi. Ný stjórn Lýst var kjöri til stjórnar en endurnýjun hefur orðið á um helmingi stjórnarmanna. Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við af Sigurrós Kristins- dóttur sem varaformaður og Ólöf Helga Adólfsdóttir af Fanneyju Friðriksdóttur sem ritari. Úr stjórn gengu að auki Guðný Óskars- dóttir, Steinþór Ingi Þórsson, Jóhann Ingvar Harðarson og Hjördís Kristjánsdóttir. Nýir í stjórn eru Jóna Sveinsdóttir, Stefán E. Sigurðs- son, Úlfar Snæbjörn Magnússon og Zsófía Sidlovits. Þorsteinn M. Kristjánsson situr áfram. Nýir stjórnarmenn voru boðnir velkomnir til starfa og fráfarandi stjórnarmeðlimum þakk- að fyrir góð störf og þeir leystir út með blóm- vöndum. Hækkun dánarbóta Ársreikningur fyrir árið 2018 var kynntur og samþykktur samhljóða, sama er að segja um tillögu um breytingu á grein í sjúkrasjóðsreglu- gerð um hækkun dánarbóta, en hámarksupp- hæðir höfðu verið bundnar í reglugerð í nánast tvo áratugi. Undir dagskrárliðnum önnur mál var orðið gefið laust og báru félagsmenn fram spurn- ingar um ýmis mál sem lúta að kjarasamningi og stuðningi við aldraða og öryrkja. Að fundi loknum var fundargestum boðið að njóta veitinga. Fundarstjóri var Karl Ó. Karlsson, lögmaður Eflingar. Söguleg forysta hjá Eflingu Agnieszka Ewa Ziólkowska nýkjörinn varaformaður Eflingar er fyrsti einstak- lingurinn af erlendu bergi brotinn sem er kjörinn í þetta ábyrgðarstarf. Það er söguleg stund, þegar kona af erlendum uppruna tekur við varaformannsemb- ætti í íslensku stéttarfélagi, en helmingur félagsmanna Eflingar er aðflutt verkafólk og löngu tímabært að stéttarfélög endur- spegli sinn félagsskap. Agnieszka kemur frá Póllandi og hefur búið og starfað á Íslandi sl. tólf ár, fyrst við þrif hjá ISS og svo sem strætóbílstjóri hjá Almenningsvögnum Kynnisferða. Þar var hún trúnaðarmaður í fjögur ár og starfsfólk þar er nú með best skipulögðu hópum félagsmanna stéttarfélagsins. Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjúkrasjóðs fer yfir reglugerðar- breytingu í sjúkrasjóði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar fer yfir árið á aðalfundi Eflingar Fylgst með af athygli

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==