Efling Ársskýrsla 2019

12 STYRKIR ÚR SJÚKRASJÓÐUM Árið 2018 voru greiddar 132milljónir í styrki úr sjúkra- sjóðum Eflingar til rúmlega 5 þúsund félagsmanna og var hækkun á milli ára um 13%. Sú hækkun getur þó talist nokkuð hófleg þegar horft er á að frá og með 1. janúar 2018 var líkamsræktarstyrkur hækkaður úr kr. 17.000,- í kr. 23.000, gleraugnastyrkur var hækkaður úr kr. 17.000,- í kr. 35.000,- og styrkur vegna endur- þjálfunar var hækkaður úr kr. 2.000,- fyrir skiptið í kr. 2.500,-. Umsóknum um líkamsræktarstyrk fjölgaði hlutfallslega mest á milli ára og greiðslur úr sjóðunum vegna gleraugna jukust talsvert. SJÚKRASJÓÐUR FJÖLSKYLDU- OG STYRKTARSJÓÐUR Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 30 20 10 0 40 Styrkir úr Sjúkrasjóðum 2018 50 60 Styrktarsjóður Aðrir styrkir Glasa-/tæknifrjóvgun Laser- og augnaðgerð Krabbameinsskoðun - hjartavernd Viðtalsmeðferð Endurhæfing Gleraugnastyrkur Dánarbætur Líkamsrækt Greiðslur úr sjúkrasjóðum 2018 700 600 500 400 300 200 100 0 900 800 Upphæðir í milljónum Dagpeningar Styrkir Í ársbyrjun 2019 var send rafræn könnun til félags- manna til að kanna hvaða breytingar félagsmenn vilja leggja áherslu á þegar kemur að Sjúkrasjóði. Sérstök áhersla var lögð á styrki. Enn er verið að vinna úr niður- stöðunum en margt bendir til þess að félagsmenn finni fyrir miklum íþyngjandi kostnaði vegna tannheilsu og er það verkefni stjórnar sjóðsins eftir aðalfund að skoða hvaða möguleika Sjúkrasjóður hefur til að koma til móts við þarfir félagsmanna í þeim efnum. Á fundi stjórnar Sjúkrasjóðs í mars 2019 var samþykkt að hækka styrk vegna viðtalsmeðferðar úr kr. 6.000,- fyrir skiptið í kr. 10.000 og hlutfall styrks var hækkað úr 50% í 75%. Hækkunin sem tók gildi 1. apríl 2019 er mik- ilvægur hluti í fyrirbyggjandi aðgerðum sjóðsins enda ljóst að andleg veikindi eru meðal algengustu orsaka óvinnufærni hjá þeim sem fá dagpeninga úr sjóðnum. Á fundi í mars 2019 var samþykkt að leggja fyrir aðal- fund tillögu um reglugerðarbreytingu sem gerir stjórn sjúkrasjóðs kleyft að hækka dánarbætur vegna einstak- linga sem hættir eru á vinnumarkaði en þær upphæðir hafa verið fastar í reglugerð síðan sjóðurinn var stofn- aður 1999. MIKIL AUKNING Í GREIÐSLU SJÚKRADAGPENINGA Árið 2018 fengu rúmlega þúsund félagsmenn greidda dagpeninga úr Sjúkrasjóðum Eflingar og fjölgaði einstaklingum sem fengu dagpeninga um 12% milli ára, þá hækkuðu greiðslur dagpeninga um 31% á milli ára. Ástæða þessarar hækkunar virðist vera samblanda af nokkrum þáttum. Fleiri fengu greidda dagpeninga, þeir voru töluvert lengur á dagpeningum en árið á undan og fengu hærri upphæðir vegna kjarasamningsbundinna hækkana á launum, en dagpeningagreiðslur eru launa- tengdar. Þrátt fyrir þetta stendur Sjúkrasjóður, sem er sá sjóður sem félagsmenn á almennum vinnumarkaði greiða í, vel og er rekinn með afgangi en Fjölskyldu- og Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjúkrasjóðs

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==