Efling Ársskýrsla 2019

13 Stjórn Sjúkrasjóðs 2018 til 2020 Sólveig Anna Jónsdóttir Sigurrós Kristinsdóttir Daníel Örn Arnarson Kolbrún Valvesdóttir Ragnar Ólason Varamenn Guðný Óskarsdóttir Svanfríður Sigurðardóttir Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 600 400 200 0 800 1.000 1.200 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Upphæðir í milljónum Greiðslur úr sjúkrasjóðum Iðgjöld í sjúkrasjóði styrktarsjóður sem félagar á opinberum vinnumarkaði greiða í er rekinn með tapi. Þetta er í annað skiptið á síðustu fimm árum sem þessi sjóður er rekinn með tapi. Tölur frá byrjun árs 2019 virðast þó benda til þess að jafnvægi sé að komast á greiðslur úr sjóðnum og vonum við að það sé merki um betri afkomu á næsta ári. Þriðji sjúkrasjóðurinn, Styrktarsjóður, stendur vel og skilar afgangi þrátt fyrir að greiðslur úr sjóðnum hafi aukist á milli ára. AUKIN RÉTTINDI Í mars 2019 var gengið frá samkomulagi við Daða Jónsson endurhæfingarlækni um að taka að sér hlutverk trúnaðarlæknis Sjúkrasjóðs. Markmið með samningn- um er að styrkja læknisfræðilega hlið ráðgjafar og þjón- ustu sjóðsins og stuðla að markvissum vinnubrögðum. Í byrjun mars 2019 var farið í undirbúning lengingar dagpeningaréttar vegna áfengis- og fíknimeðferðar og fundaði stjórn Sjúkrasjóðs ásamt sviðsstjóra með starfsmönnum á Sjúkrahúsinu Vogi og fengu ráðgjöf og kynningu á því góða starfi sem þar er unnið. Í kjölfarið samþykkti stjórn Sjúkrasjóðs að lengja dagpeningarétt félagsmanna sem eru frá vinnu vegna áfengis- eða fíknimeðferðar úr 42 dögum í 90 daga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á heildina litið má sjá að greiðslur úr sjúkrasjóðum hafa að mestu leyti haldist í hendur við innkomu í sjóðina en þó virðist sem að þegar iðgjaldagreiðslur hækki vegna hækkana á launum eða fjölgun í félaginu hækki greiðslur úr sjúkrasjóðum ekki fyrr en 1-2 árum síðar. Það hafa áður komið ár þar sem útgjöld vegna dagpeninga aukast verulega en mikilvægt er að næstu ár á eftir fylgi meira jafnvægi. Greiðslur á móti iðgjöldum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==