Efling Ársskýrsla 2019

47 HLUTHAFASTEFNA Stjórn Gildis hefur áfram fylgt eftir áherslum í hluthafa- stefnu sjóðsins sem samþykkt var í ársbyrjun 2015 og uppfærð haustið 2018. Hluthafastefnan markar stefnu og stjórnarhætti Gildis-lífeyrissjóðs sem eiganda í þeim félögum sem hann fjárfestir í. Stjórn sjóðsins vill sem eigandi og fjárfestir á markaði stuðla að auknu gegnsæi. Markmiðið er meðal annars að beita sér sem eigandi í félögum þar sem sjóðurinn er hluthafi í þeim tilgangi að stuðla að langtímahagsmunum og sjálfbærni félaganna auk ábyrgra stjórnarhátta. Sjóðurinn hefur með mark- vissum hætti komið áherslum sínum á framfæri við þau félög sem falla undir hluthafastefnu sjóðsins. Þá birtir Gildi á heimasíðu sinni yfirlit yfir það hvernig hann beitir atkvæðisrétti sínum á aðalfundum hlutafélaga og hefur sá háttur verið hafður á frá árinu 2016. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 STEFNA UM ÁBYRGAR FJÁRFESTINGAR Gildi markaði sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar á árinu 2017. Með ábyrgum fjárfestingum er átt við að litið sé til umhverfismála, félagslegra málefna og stjórnarhátta í fjárfestingum. Gildi leggur sérstaka áherslu á stjórnarhætti og fjallar hluthafastefna sjóðs- ins um hvernig sjóðurinn beitir sér sem eigandi í því samhengi. Nánar er fjallað um stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar í viðauka við skýrslu stjórnar. Þá var Gildi árið 2017 ásamt hópi innlendra fagfjárfesta einn af stofnaðilum IcelandSif, samtaka um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar á Íslandi. Samtökunum er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu og umræðu um sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar. Ljósm. Anton Brink

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==