Efling Ársskýrsla 2019

49 félagsmanna og styðja sókn til bættra kjara og aukins réttlætis í samfélaginu. Alda Lóa Leifsdóttir hlaut einnig tilnefningu til Fjölmiðlaverðlauna götunnar vegna ver- kefnisins. Líf á lægstu launum Efling fór í herferðina Líf á lægstu launum, þar sem rödd verkafólks heyrðist og líf þess og kjör gerð öllum kunn. Verkafólk á Íslandi hefur staðið of lengi á jaðri sam- félagsins. Herferðin dró fram raunverulegar aðstæður fólks sem býr við þann „ómöguleika“ að lifa af lægstu launum og setti í brennidepil lykilstaðreyndir um kjör og skattbyrði launafólks. Án félagsmanna Eflingar hefði þessi herferð aldrei orðið möguleg og er félagið afskaplega þakklátt því hugrakka fólki sem kom fram og sagði sögu sína. Það sama á við um þá sem sögðu sögur sínar í Fólkinu í Eflingu. Þessir félagsmenn eru sannarlega að gera sitt í baráttunni fyrir betra lífi alls verkafólks. Það voru Alda Lóa Leifsdóttir, Sverrir Björnsson ráð- gjafi, og auglýsingastofan Kontór sem höfðu umsjón með herferðinni og hlutu þau vegna hennar tilnefningu til Fjölmiðlaverðlauna götunnar líkt og fyrir Fólkið í Eflingu. Fjölmiðlaverðlaun götunnar eru samstarfsverkefni EAPN og Pepp-samtaka nokkurra Evrópulanda og er verk- efnið unnið að fyrirmynd systursamtaka í Austurríki, Die Armutskonferenz, sem hefur veitt samskonar verð- laun frá árinu 2011.Markmið verðlaunanna er að efla málefnalega umræðu um fátækt á Íslandi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir það fjölmiðla-, blaða- og frétta- fólk sem sinnir málstaðnum af kostgæfni og virðingu. GERÐUBERGSFUNDIR EFLINGAR Ýmissa grasa kenndi á dagskrá funda Eflingar sem voru haldnir á hverjum laugardegi í september og alveg fram að desember á árinu 2018. Þar var fjallað um hagsmunamál sem brenna á félagsmönnum og sumir fundanna voru miðaðir að tilteknum hópum félagsmanna, til dæmis starfsgreinum eða þeim sem tala ákveðin tungumál. Fundirnir voru opnir öllum en félagsmenn sérstaklega hvattir til að mæta. Sú nýlunda var að boðið var upp á barnagæslu meðan á fundum stóð. Að dagskrá lokinni var ávallt boðið upp á kaffi og meðlæti og var fólk duglegt við að spjalla saman um það sem brann þeim í brjósti. Streymt var af öllum fundum á Fésbókarsíðu Eflingar og eins var boðið upp á enska eða íslenska textatúlkun og eftir atvikum túlkun á staðnum. Fólkið í Eflingu opnaði fundaröð Eflingar í Gerðubergi – 1. september Fyrsti fundur Eflingar í Gerðubergi hófst með kynn- ingu á verkefninu Fólkið í Eflingu. Að kynningu lokinni bauð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til umræðu um stöðu og markmið félagsins sem og hug- myndir félagsmanna um kjarabaráttu vetrarins. Samstaða er okkar styrkur: Pólska samfélagið í Eflingu vaknar - 8. september Félagið bauð pólskumælandi félagsmönnum til fundar þar sem aðalefni fundarins var núverandi ástand þegar kemur að réttindum verkafólks á íslenskum vinnu- markaði, kjarasamningsviðræður sem þá voru í gangi og önnur mál sem varða pólska samfélagsið á Íslandi. Framsögur voru flutt á pólsku af Veru Lupinsku, starfs- manni Eflingar, Önnu Marjankowsku og Magdalenu Kwiatkowsku, sem eru stjórnarmenn í Eflingu. Líflegar umræður sköpuðust. Hver verður næsti forseti ASÍ? Fundur í Gerðubergi með frambjóðendum - 15. september Þann 15. september mættust frambjóðendur til embættis forseta ASÍ og kynntu stefnumál sín. Það voru þau Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson. Fundarstjóri var Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Félagsmenn voru sérstaklega hvattir til að senda inn spurningar til frambjóðenda um þau mál sem brunnu á þeim. Fundurinn var einn fárra þar sem boðið var til opinnar umræðu milli frambjóðenda til forseta ASÍ og er Efling stolt af þætti sínum í því. Í landi ójafnra tækifæra? Stéttaskipting á Íslandi – 22. september Daníel Örn Arnarson, stjórnarmaður í Eflingu, ræddi við Guðmund Ævar Oddsson félagsfræðing við Háskólann á Akureyri, en Guðmundur hefur rannsak- að stéttaskiptingu og stéttavitund á Íslandi. Þeir fóru vítt og breitt yfir sviðið og ræddu m.a. hvort stétta- skipting sé óréttlát, hvort stéttaskipting sé náttúru- lögmál eða hvort hægt sé að breyta henni. Þeir komu einnig inni á hvort stéttaskipting sé minni á Íslandi en annars staðar og hvort Íslendingar séu meðvitaðir um stéttarstöðu sína Einni var rætt um hið sérstaka hlutverk verkalýðsfélaga til að hafa áhrif á stéttaskipt- ingu. Umræður voru líflegar og margir fylgdust með útsendingu á Facebook. Við höfum gert þetta áður! Hagkvæmar íbúðir í ljósi sögunnar – 29. september Þann 29. september flutti Pétur H. Ármannsson arki­ tekt myndskreytt erindi um sögu félagslegs hús- næðis í Reykjavík og fór yfir hvernig húsnæðisvandi Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==