Efling Ársskýrsla 2019

6 NÝTT FÓLK Í STJÓRN EFLINGAR Stjórn og trúnaðarráð Eflingar samþykkti þann 7. mars tillögur uppstillingarnefndar félagsins um varafor- mann, ritara og fimm meðstjórnendur í félagsstjórn Eflingar-stéttarfélags. Fyrirkomulag kosninga í Eflingu er þannig að varaformaður og ritari ásamt fimm meðstjórnarmönnum eru kosnir til tveggja ára, en á síðasta ári voru í kjöri, formaður, gjaldkeri og sex með- stjórnendur. Nýir stjórnarmenn taka við á aðalfundi félagsins. Þeir sem taka sæti í stjórn félagsins eru Agnieszka Ewa Piotrowska hjá Kynnisferðum, varaformaður og Ólöf Helga Adólfsdóttir hjá Flugfélagi Íslands, ritari, Stefán E. Sigurðsson hjá Olís, Jóna Sveinsdóttir hjá ríkinu, Zsófia Sidlovits hjá Hótel Borg, Úlfar Snæbjörn Magnússon hjá Skeljungi og Þorsteinn M. Kristjánsson hjá Loftorku. RÁÐSTAFANIR Í TÚLKA- OG ÞÝÐINGAMÁLUM Aukin áhersla var lögð á að gefa erlendum félagsmönn- um kost á að sitja fundi félagsins og taka þátt í umræð- um með því að túlka fundi. Eins var mikil áhersla lögð á að gefa út fréttir á ensku og pólsku. Hefur þetta mælst vel fyrir hjá félagsmönnum enda er tæplega helmingur félagsmanna Eflingar af erlendu bergi brotinn. AÐSTOÐ LÖGMANNA Fjöldi félagsmanna leitar til skrifstofu Eflingar á hverj- um degi eftir aðstoð eða stuðningi í málum sem þeir glíma við á sínum vinnustað. Kjaramálafulltrúar félagsins taka á móti fólki alla virka daga og ekki þarf að panta tíma. Lögmenn Eflingar eru til viðtals alla þriðjudaga eftir hádegi, félagsmönnum að kostnaðar- lausu. Eru þeir einnig til ráðgjafar kjaramálafulltrú- um en því miður er ekki alltaf hægt að leysa mál hjá kjaramálafulltrúunum og vísa þeir þá málum sínum til lögmanna félagsins. Lögmenn Eflingar eru þau Karl Ó. Karlsson og Anna Lilja Sigurðardóttir frá LAG lögmönnum. Meðal mála sem þau hafa rekið fyrir rétti er mál sem snertir bótaábyrgð starfsmanna. Félagsmaður Eflingar leitaði til lögmanna eftir að hann fékk kröfu frá ABÍ (Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi) um að greiða tjón á bíl sem hann hefði valdið, þó að ósekju, en fyrir­ tækið hafði ekki tryggt bílinn. Dómurinn féll starfs- manninum í vil og var hann ekki látinn bera tjónið. Eins Formaður Eflingar sat í viðræðunefnd með for- manni SGS og nokkrum formönnum aðildarfélaga sem fundaði reglulega frá október og fram í desem- ber. Rétt fyrir jól dró Efling samningsumboð sitt til baka frá SGS ásamt Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur, og vísaði deilu sinni við SA til Ríkissáttasemjara. Sama gerði VR, sem varð upphafið að samfloti þessara félaga í viðræðum við SA. Allan þennan tíma fundaði samninganefnd Eflingar reglulega, einu sinni í viku á fimmtudagskvöldum þegar þungi tók að aukast í viðræðum. Þannig voru fundir samninganefndar yfir starfsárið 19 talsins, þar af 13 eftir áramót. Þann 21. febrúar 2019 lýstu formenn Eflingar og samflotsfélaga viðræður við SA árangurslausar. Eftir það hófst undirbúningur verkfallsaðgerða. Fór sú vinna fram innan skrifstofunnar á stærri samhæf- ingarfundum, á vettvangi stjórnar vinnudeilusjóðs, á fundum samninganefndar og í sérstökum undirhópi samninganefndar um verkfallsaðgerðir. Einnig var leitað eftir ítarlegu samráði við félagsmenn á vinnu- stöðum. Niðurstaðan varð sú að boðað var til sérstaks verkfalls á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og í framhaldinu samþykkt viðamikil verkfallsáætlun, samræmd með VR, sem tók til hótela og hópbifreiða- fyrirtækja og hófst 22. mars. Efling þurfti tvisvar að mæta Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdómi vegna verkfallsaðgerða, í fyrra skipti vegna athugasemda við atkvæðagreiðslu verkfallsins 8. mars og í seinna skipti vegna svokallaðra örverk- falla sem boðað var til samhliða verkfallsáætlun á hótelum og í hópbifreiðum. Efling vann málið vegna atkvæðagreiðslu en tapaði málinu vegna örverkfalla. Verkföll Eflingar fóru að endingu fram 8. mars meðal hótelþerna og 22. mars meðal starfsfólks á hótel- um og í hópbifreiðafyrirtækjunum. Aðgerðirnar fóru fram með virkri þátttöku félagsmanna bæði með kröfustöðu (picket) og verkfallsvörslu og vöktu mikla athygli. Aðgerðir skiluðu tilætluðum árangri því strax að loknu verkfallinu 22. mars sýndu SA aukinn samn- ingsvilja. Í kjölfar þess komst skriður á viðræður samflotsfélaganna og var fundað í samninganefnd Eflingar um samningsdrög eftir því sem þau lágu fyrir. Þann 2. apríl féllst nefndin á að veita formanni umboð til að ljúka samningsgerð á fyrirliggjandi grundvelli með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæða- greiðslu. Voru samningar undirritaðir þann 3. apríl og voru nefndir „Lífskjarasamningarnir“ og fela þeir í sér að Efling náði í gegn tæplega ¾ af kröfugerð sinni á 3 árum og 8 mánuðum til viðbótar við skattalækkanir og skilyrtar, hagvaxtartengdar launahækkanir. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 STARF SKRIFSTOFU

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==