Efling Ársskýrsla 2019

7 vannst mál fyrir Hæstarétti þar sem fyrirtæki var gert að greiða starfsmanni laun vegna vinnuslyss sem varð á leið frá vinnu. Að mati Karls, lögmanns Eflingar hefur sá dómur fordæmisgildi við úrlausn sambærilegra álita- mála um hvenær starfsmaður teljist vera á „beinni leið til eða frá vinnu“ í skilningi kjarasamnings. HÓTEL ADAM Vorið 2016 leitaði félagsmaður liðsinnis stéttarfélags- ins vegna starfa sinna á Hótel Adam. Þá hafði átt sér stað mikil umræða um málefni hótelsins í fréttum m.a. vegna sölu á vatni og bjór og útleigu á ósamþykkt- um herbergjum. Fóru fulltrúar Eflingar-stéttarfélags í vinnustaðaeftirlit á hótelið. Mál félagsmannsins endaði fyrir dómstólum þar sem gerð var krafa um greiðslu vangreiddra launa vegna alls starfstíma hennar eða á sex mánaða tímabili. Var hótelið á dæmt til að greiða konunni vangoldin laun fyrir allan starfstímann en tímaskráning konunnar skipti sköpum við úrlausn málsins. MENN Í VINNU Í byrjun febrúar settu starfsmenn hjá starfsmannaleig- unni Menn í vinnu ehf. sig í samband við stéttarfélög og fjölmiðla. Þeir sögðu frá ofbeldishótunum, launa- þjófnaði og starfsháttum sem vöktu grun um að um mansal gæti verið að ræða. Fyrirtækið hafði verið í sigti kjaramálasviðs, líkt og forveri þess, Verkleigan ehf. Allra leiða var leitað til að verja rétt og öryggi starfs- mannanna, sem og að hindra framvegis glæpsam- legt athæfi af hálfu forsvarsmanna fyrirtækisins. Starfsmennirnir höfðu búið í húsnæði á vegum fyrir- tækisins og átti að henda þeim á götuna. Með aðkomu Félagsmálaráðuneytis og félagsþjónustu Kópavogs og Reykjavíkur var fólkinu útvegað bráðabirgðahúsnæði. Vegna alvarleika og umfangs málsins var lögfræðistof- an Réttur fengin til að annast málið fyrir hönd starfs- mannanna. Réttur aflaði gagna til undirbúnings mál- sóknar og var litið til nýrra laga um keðjuábyrgð, sem hafa aukið ábyrgð þeirra sem kaupa vinnuafl af starfs- mannaleigum á aðbúnaði starfsfólksins. Framvegis verður reynt að girða fyrir það að forsvarsmenn starfs- mannaleiga sem brjóta á starfsfólki sínu geti haldið áfram rekstri í þeim geira. Málið er í vinnslu hjá Rétti. VINNUSTAÐAEFTIRLIT Efling stéttarfélag hefur aukið vinnustaðaeftirlit frá ári til árs. Það er mjög mikilvægt að stéttarfélag sem hefur samningsumboð í veitinga-, gisti-, ferða- og bygginga- geiranum sinni þessu vel. Það er mikið um brot atvinnurekanda í þessum grein- um og full ástæða til að fulltrúar félagsins láti sjá sig og eigi samtal við sína félagsmenn þess vegna. Auk þess að miðla upplýsingum til félaga okkar hjálpar skráningin skattayfirvöldum að berjast gegn svartri atvinnustarf- semi og öðrum stofnunum að sinna sínu hlutverki. Árið 2018 fór vinnustaðaeftirlit Eflingar á 837 vinnu- staði og skráði þar rúmlega 2500 starfsmenn og eigendur. Nýlega bættist í eftirlitsfulltrúahóp ASÍ og aðildarfélag- anna öflugur eftirlitsfulltrúi frá Eflingu. Hann sinnir eftirliti með rútum og hópferðabílum þvert á svæði í samstarfi við önnur stéttarfélög. Mikil aukning virðist vera í að erlend ferða- og afþreyingar fyrirtæki komi til Íslands með hópa sem ferðast vítt og breytt um allt Ísland. ASÍ og stéttarfélögin hafa miklar áhyggjur af þessum vaxandi hópi enda oftast hvorki fyrir að fara atvinnuleyfi sem leiðsögumenn eða bílstjórar og því síður að greitt sé samkvæmt gildandi kjarasamningum. Því er mikilvægt að herða eftirlit og stöðva með öllum tiltækum ráðum. Eftirlitið fer fram með VR í veitingageiranum en í byggingaiðnaðinum fer Efling með RSÍ, FIT og Byggiðn. VORFUNDUR TRÚNAÐARMANNA Efling bauð trúnaðarmönnum til fundar þann 23. maí 2018 þar sem þeir hlýddu á erindi og fengu tækifæri til að spjalla saman. Drífa Snædal var með erindi um völd og valdaójafnvægi og Einar Gylfi Jónsson fjallaði um kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni á vinnu- stöðum. Í lok fundar var boðið upp á skemmtiatriði og hádegismat og voru trúnaðarmenn ánægðir með að fá tækifæri til að hitta aðra og bera saman bækur sínar. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 Byggingarverkamenn að störfum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==