Efling Ársskýrsla 2019

9 tilhneigingu til að skekkja launadreifingu og því gefur miðgildi betri mynd af launum þorra félagsfólks. Þegar spurt var hver væru sanngjörn laun fyrir vinnu viðkomandi, þá töldu karlar að þau þyrftu að vera 102 þúsund krónum hærri og konur 91 þúsund krónum hærri að meðaltali á mánuði en nú er. Munurinn á dagvinnulaunum karla og kvenna er mun minni en á heildarlaunum eða 33.000 kr. á mánuði. Karlar eru að meðaltali með 406.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun á meðan konur eru að meðaltali með 373.000 kr. í dag- vinnulaun fyrir fullt starf. Vert er að vekja athygli á því að fjölmennir hópar hefðbundinna kvennastarfa eiga þess ekki kost að vinna fullt starf. Þannig er einungis 30% þeirra sem starfa við umönnun sem segjast vera í fullu starfi en þar er jafnframt meðalfjöldi vinnustunda lægstur eða 35 klst. á viku en meðaltal fjölda vinnustunda hjá öllum svarendum er 43 klst. Meðaltal heildarlauna fyrir fullt starf í umönnun er 449.000 kr. en sú tala endurspeglar í raun lítinn hluta þess hóps sem starfar í umönnun þar sem flestir eru í hlutastörfum og vinna í vaktavinnu. LÆGSTU LAUNIN HJÁ LEIÐBEINENDUM OG LEIKSKÓLASTARFSMÖNNUM Af einstaka starfsstéttum eru leiðbeinendur á leik- skólum og frístundaheimilum með lægstu dagvinnu- og heildarlaunin að meðaltali fyrir fullt starf eða 353.000 kr. í dagvinnu og 363.000 kr. í heildarlaun. Leiðbeinendur á leikskólum eru jafnframt lang ósátt- astir með laun sín þar sem átta af hverjum tíu eru mjög eða frekar ósáttir á meðan rétt undir fimm af hverjum tíu félaga í Eflingu segjast vera mjög eða frekar ósáttir með laun sín. Skrifstofufólk, stjórnendur og sérfræðingar auk bíl- stjóra eru með hæstu heildarlaunin eða um 573.000 kr. á mánuði að meðaltali. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 Undirritun kjarasamnings á almennum vinnumarkaði 3. apríl

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==