Orlofsblað Eflingar Sumarið 2021

ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 43 Útilegukortið 2021 Kortið gildir á um 42 tjaldsvæðum hringinn í kringum landið og veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistinátt- anna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi og húsbíla. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæði eru opin en þó ekki lengur en til 15. september. Kortið er selt til félagsmanna Eflingar á 12.000 kr. en fullt verð er 19.900 kr. Kortið er selt á afsláttarverðinu á skrifstofu félagsins og hver félagsmaður getur keypt eitt kort á ári. 5 punktar dragast af punktainneign. Nánari upplýsingar á http://utilegukortid.is/ Úrval Útsýn ferðaafsláttur Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa afsláttarmiða hjá Úrval Útsýn sem gildir sem inneign að upphæð 30.000 kr. við pöntun á þjónustu hjá þeim. Miðinn kostar 20.000 kr. til félagsmanna þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gjafabréf þessi gilda í allar pakkaferðir á vegum Sumarferða og Úrvals-Útsýnar og skuldbinda ferðaskrifstofurnar sig til að taka við þeim sem greiðslu upp í þær ferðir. Gjafabréfin gilda ekki í ferðir um jól og páska. Þegar keypt er þjónusta hjá Úrval Útsýn skal slá inn kóðann sem kemur fram á gjafabréfinu og lækkar heildarverðið þá um 30.000 kr. Þú kemst í ódýra veiði í Norðurá Aftur á komandi sumri stendur félagsmönnum til boða að kaupa veiðileyfi á neðsta svæði Norðurár í Borgarfirði. Veiðileyfi þar hafa verið í boði sl. sumur og óhætt að segja að þessi möguleiki hafi vakið lukku og eftirtekt og þá sérstaklega meðal gesta er dvöldu í Svignaskarði og höfðu tækifæri til að nýta sér veiðina. Kanna má með laus leyfi og panta í þjónustumiðstöðinni í Svignaskarði frá og með 1. maí 2021 í síma 893 1767 milli kl. 08:00 og 16:00. Þar færðu allar upplýsingar og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á svignaskard@simnet.is Veiði hefst 7. júní og eru tvær stangir leyfðar á dag og hægt að kaupa bæði hálfa og heila daga. Verði er mjög stillt í hóf og er aðeins 6.000 kr. fyrir hálfan dag eða 10.000 kr. fyrir heila dagsstöng. Veitt er frá kl. 07:00–13:00 og svo frá 16:00–22:00. Veiðisvæðið og veiðistaðir er vel merkt og aðgengilegt. Á þessu svæði hefur verið stunduð stangaveiði lengi og veiðist þar lax, bleikja og urriði. Einnig er mjög aukin sjóbirtingsveiði þarna seinni hluta sumars og fram á haust. Leyfilegt agn er maðkur, fluga og spúnn. Það er því vel þess virði og um að gera að prófa fyrir sér á þessu veiðisvæði! Nánari upplýsingar um veiðisvæðið, veiðistaði, svæðaskipt- ingar og veiðivörslu liggja fyrir í þjónustumiðstöð í Svigna- skarði, þar er einnig hægt að fá gott kort af svæðinu. Laus leyfi eru seld jöfnum höndum á staðnum og þarf að staðgreiða þau með peningum, 6.000 kr. hálfur dagur eða 10.000 kr. heill dagur. Icelandair ferðaafsláttur Félagsmönnum stendur áfram til boða að kaupa afsláttarmiða hjá Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð 30.000 kr. við pöntun á fargjöldum hjá þeim. Miðinn kostar 20.000 kr. fyrir félagsmenn þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gjafabréfinu fylgir kóði og er hann sleginn inn við kaup á flug- miða hjá Icelandair og lækkar þá heildarverðið um 30.000 kr. Athugið að ekki er hægt að nota afsláttarmiðann upp í skatta á Vildarpunktafargjöldum. Gildistími miðanna er fimm ár og er ekki hægt að skila þeim eftir að gengið hefur verið frá kaupum. Hver félagsmaður getur keypt einn miða á ári. Takmarkað magn er í boði. Athugið að gjafabréfin eru ekki skráð á nafn þess sem kaupir, þannig að nota má þau sem gjafir. Athugið að gjafabréfið gildir eingöngu í pakkaferðir, ekki fyrir stakar flugferðir, og gildistími er til 31. desember 2021. Gjafa- bréfum er ekki hægt að skila. Hver félagsmaður getur keypt einn miða á ári. Takmarkað magn er í boði. Athugið að gjafabréfin eru ekki skráð á nafn þess sem kaupir, þannig að nota má þau sem gjafir.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==