Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

13 húsum með ríflegri lóð“ . 21 Aftur á Guðmundur hér meiri samleið með þeim kenningum sem eiga upp á pallborðið á okkar dögum en þeim sem réðu mestu um útfærslu byggðar um og eftir miðja 20. öld. Þá gerir Guðmundur að umtalsefni skort á almenningsgörðum, torgum og leiksvæðum og telur slíkt alveg hafa verið vanrækt í skipulagi bæja. Um Reykjavík segir hann til dæmis um uppbyggingu þá nýliðinna áratuga: „Hvergi sjást nein tilþrif til þess að gera neitt myndarlegt, sem komist gæti í samjöfnuð við Aust­ urvöll, Skólabrekkuna eða Suður­ götubrekkuna.“ 22 Af sama meiði er gagnrýni hans á að opinberar byggingar séu ekki nýttar til að prýða bæjarmyndina. Hann telur að í Reykjavík hafi láðst að taka frá hentug pláss fyrir opinberar byggingar og nota slíkar byggingar „til að prýða bæinn og setja á hann svip“. 23 Ísafjörð skortir að hans mati þungamiðju, þar séu opinberar byggingar á víð og dreif. 24 Samantekið beinist því gagnrýni Guðmundar hvað varðar bæjarmynd og byggðamynstur íslenskra bæja í upphafi síðustu aldar að mörgum helstu viðfangsefnum bæjarskipulags. Ljóst er af skrifum hans að það eru samþætt sjónarmið um fagurfræði, vellíðan og virkni sem ráða afstöðu hans til bæjarmyndar og byggðamynsturs. Þrátt fyrir þá annmarka sem Guðmundur finnur á skipulagi íslenskra bæja, telur hann þó að ásýnd þeirra úr fjarska geti verið ágæt: „... þrátt fyrir alt skipulagsleysið geta bæirnir litið laglega út tilsýndar ...“ 25 Það er eftirtektarvert hversu mikla vandlætingu Guðmundur sýnir gagn­ vart því sem hafði verið gert síðustu ár og áratugi á undan í skipulagi íslenskra bæja. Hann telur til dæmis að nálega allt í skipulagi Reykjavíkur sem vel sé af hendi leyst sé „allgamalt“ og nefnir sem dæmi Austurvöll og Skólabrekkuna austan Lækjargötu. „Mestan hluta bæjarins, sem bygst hefur á síðustu 25 árunum, var vorkunnarlaust að gera með sæmilegu skipulagi, en einmitt þetta hefur hrapallega mistekist.“ 26 Sennilega einkennist skipulagsumræða á öllum tímum einmitt af harðri gagnrýni á hið nýliðna, um leið og eldri byggð er skoðuð í jákvæðara ljósi. Í tilviki Guðmundar var hið nýliðna , sem hann finnur flest til foráttu , einmitt þær byggingar og húsaraðir sem helst ríkir almenn sátt um í dag að sé mikilvægur hluti af staðaranda hvers staðar, bæjarprýði sem skuli varðveitt. Það endurspeglast til dæmis í löggjöf okkar daga um húsavernd . 27

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==