Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

12 umferð. Í umræðu um skipulagsmál í Reykjavík gengur hann svo langt að segja að flestar götur þar séu „svo óhyggilega lagðar að undrum sætir“ og að með „haganlegri götuskipun hefði bærinn orðið fegurri, hentugri, skjólsælli og rykminni“. 17 Það er áhugavert hversu mikla áherslu Guð­ mundur leggur á gatnaskipan og gatnahönnun í ljósi þess hve stórt hlut­ verk þau atriði hafa æ síðan skipað í skipulagskenningum og bæjarskipu­ lagi. Áherslur Guðmundar í þessum efnum eiga hins vegar meiri samleið með póstmódernískum skipulagshugmyndum 18 , en þeim módernísku sem lögðu grunn að bílmiðuðu borgarskipulagi 20. aldar. Annað þema sem hefur verið viðvarandi í skipulagsumræðu alla tíð, þótt viðhorf og skoðanir hafi tekið breytingum frá einum tíma til annars, er þéttleiki byggðarinnar. Guðmundur telur byggð í mörgum bæjum allt of dreifða og talar um „landfreka húsaskipun“ sem tíðkist í bæjum sem ýti á að leggja nýjar götur og afmarka nýja uppbyggingarreiti . 19 UmSauðárkrók segir hann til dæmis að unnt eigi að vera að koma fyrir þrefalt fleiri íbúðarhúsum á sama landrými, þótt áfram sé gert ráð fyrir „sundurlausum 3. mynd. Ísafjörður 1916 . Ísafjörður var þriðji fjölmennasti bær landsins árið 1916, með um 1.800 íbúa. Um hann segir Guðmundur í riti sínu: „Á Ísafjörð er komið fullkomið bæjarsnið, allmargar götur og húsareitir, en af handahófi eru sumir húsareitirnir gerðir og sjerstaklega húsaskipun mjög óhyggileg á þeim flestum. Er það auðsætt, að vel hafa þeir menn ekki kunnað til bæjagerðar, sem lengst af hafa ráðið skipulagi bæjarins.“ 20

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==