Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

11 Frá höfninni er Reykjavík væn á að líta, í fögru umhverfi, skemmti­ lega marglit og mishæðótt. En þegar inn í bæinn er komið, ljókkar hann heldur betur. Húsin eru lítil og lágreist. Að vísu sjást á víð og dreif snyrtileg timburhús, en bárujárnskumbaldarnir, sem mjög ber á, þóttu oss hreinasta andstyggð. Götur eru langar og beinar og lenda hornrétt hver á aðra, samkvæmt amerískri fyrirmynd, en hvorki steinlagðar né malbikaðar. Vor og haust myndast mikil forarleðja á götunum, en á sumrin þyrlast ryk framan í vegfarendur, hvenær sem hreyfir vind ... 12 (Ummæli danskra blaðamanna 1907.) Í stuttu máli er dómur Guðmundar um ástand bæjanna á þessum tíma sá að skipulag flestra bæja sé „næsta ófullkomið, og það svo, að víða má heita fullkomið skipulagsleysi.“ 13 Hann bendir á að þekking og reynsla af skipulagi bæja hafi verið af skornum skammti hér á landi . Tekur svo djúpt í árinni að segja að það skíni víða úr fyrirkomulagi bæjanna „bláber fáfræði eða hirðuleysi um sjálfsögðustu meginreglur fyrir skipulagi bæja.“ 14 Og hann telur tilfinnanlega skorta formlega skipulagsvinnuumframtíðarþróun bæjanna . Guðmundur tiltekur í riti sínu ýmis atriði sem hann telur til vansa í skipulagi íslenskra bæja og lýsir sú greining hans góðum skilningi og þekkingu á bæjarskipulagi , þótt vissulega séu þar líka settir fram dómar og afstaða sem vart standast tímans tönn. Það helsta sem Guðmundur tínir til varðandi sjálfa bæjarmyndina og byggðamynstrið er: Byggðin sé ósamstæð og virðist mótuð af handahófi, þannig að ægi saman allskonar húsum til mismunandi nota – íbúðarhúsum, gripahúsum, opinberum byggingum, verslunum og fiskvinnsluhúsum . Einnig gagnrýnir hann hvernig hærri húsum með brunagöflum og stakstæðum, lægri hús­ um er teflt saman. Þetta telur hann „ískyggilegan galla“. 15 Hér kemur fram módernísk sýn Guðmundar á skipulagsmál, þar sem áhersla er lögð á samræmi í húsagerðum og aðskilnað ólíkrar landnotkunar, en sú stefna átti eftir að verða ráðandi um þróun borga og bæja langt fram eftir 20. öldinni . Guðmundur telur gatnaskipan víða illa leysta. Ýmist sé of langt eða stutt milli samsíða gatna, sem hamli hagkvæmri nýtingu reita milli gatna. Þá gagnrýnir hann að götur séu „þráðbeinir ranghalar“, 16 í stað þess að fylgja landslagi. Þannig myndist brautir fyrir vind, sem hríðarstrengur standi eftir á vetrum en skafrenningur af göturyki í þurrkatíð á sumrum. Ekki séu heldur nýtt tækifæri til að loka sjónlínum eftir götum með beygjum eða með því að staðsetja „snotra byggingu“ við enda götunnar. Þá séu götur látnar ganga beint upp halla, þannig að þær verði of brattar fyrir vagn

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==