Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

10 Þegar horft er yfir þessa öld þéttbýlismyndunar hér á landi er áhugavert að reyna að draga fram hvort mótast hafi á þessum tíma eitthvað sem kallamætti íslenskan bæjarbrag – íslenska bæjarmynd og byggðamynstur. Með því að rýna lauslega í söguna, starf Guðmundar Hannessonar og félaga hans og síðari áhrifavalda verður reynt að varpa ljósi á einmitt það, hvort orðið hefur til eitthvað sem kalla má íslenska bæjarmynd og íslenskt byggðamynstur á þessari öld þéttbýlismyndunar. Og ef svo er, að hve miklu leytimá rekjahana til skipulagshugmyndaGuðmundar Hannessonar á fyrstu áratugum síðustu aldar. Hvað blasti við í upphafi síðustu aldar? Við getum reynt að gera okkur í hugarlund hvað blasti við Guðmundi þegar hann kom heim frá námi í Kaupmannahöfn undir lok 19. aldar og hóf að beita sér í skipulagsmálum íslenskra bæja. Lágreist byggð stak­ stæðra timburhúsa, steinbæja og torfbæja tengd með moldargötum og troðningum; kálgarðar, fiskhjallar, varir og bryggjustúfar. 2. mynd. Sauðárkrókur í upphafi 20. aldar . Dæmi um bæjarmynd sem blasað hefur við Guðmundi þegar hann kom heim frá námi erlendis. 11

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==