Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000 350.000 1915 1965 2015 Strjálbýli Þéttbýli 300–999 Þéttbýli 1–5 þús. Þéttbýli 5–10 þús. Þéttbýli 10–50 þús. Þéttbýli 50 þús. + 9 1. mynd. Þróun íbúafjölda eftir stærð þéttbýlisstaða . Fyrir hundrað árum bjuggu aðeins 33 þúsund manns í þéttbýli hérlendis, sem nam þá um 37% landsmanna. Þá þegar var Reykjavík stærsti þéttbýlisstaðurinn, með um 14 þúsund íbúa. Hálfri öld síðar, árið 1965, samsvaraði íbúatala Reykjavíkur einnar heildarfjölda landsmanna árið 1915 og þá voru jafnframt innan við 20% landsmanna búsettir í strjálbýli. Nú búa 93% landsmanna í þéttbýli og langflestir í stærri bæjum, með 10 þúsund íbúum eða fleiri, og þar af flestir á höfuðborgarsvæðinu. 9,10 hugmyndum Ebenezer Howard , Raymond Unwin og Camillo Sitte sem allir eru dæmi um hugmyndasmiði í skipulagsmálum sem vitnað er til enn þann dag í dag . 7 Í ritinu Um skipulag bæja og síðan með vinnu sinni í Skipulagsnefnd ríkis­ ins setur Guðmundur fram ákveðnar hugmyndir um form íslenskra bæja, þar sem til grundvallar lágu sjónarmið um vöxt og viðgang atvinnulífs, félagslegan jöfnuð, heilbrigði og fagurfræði götumynda og bæjanna almennt. Eftir daga Guðmundar hafa íslenskir bæir haldið áfram að vaxa og komið til margvíslegir nýir áhrifavaldar á ásýnd þeirra og byggðamynstur sem Guðmundur hafði ekki forsendur til að sjá fyrir. Þar má nefna sterk áhrif módernismans 8 og einkabílsins allt frá miðri síðustu öld. Nýjar atvinnu­ greinar og viðskiptahættir hafa líka haft áhrif á þróun bæja, sem og ýmsar stjórnvaldsaðgerðir á borð við aðgerðir tengdar sjávarútvegi á áttunda áratugnum og átak í byggingu framhaldsskóla og heilbrigðisstofnana víða um land um svipað leyti. Aukin velmegun hefur jafnframt leitt til þess að fólk býr mun rýmra en áður var.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==