Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

8 Íslenskir þéttbýlisstaðir hafa nær alfarið mótast á síðustu 100 árum eða svo, ólíkt borgum og bæjum í nágrannalöndum okkar sem hafa byggst upp á mun lengri tíma . 1 Því hafa þjóðfélagshræringar og tækniframfarir 20. aldar haft afgerandi áhrif á bæjarbrag 2 íslenskra bæja. Um aldamótin 1900 bjuggu aðeins um 15 þúsund manns í þéttbýli hér á landi, sem var innan við 20% landsmanna á þeim tíma . 3 Þá þegar var Reykjavík langstærst íslenskra bæja, en þó með aðeins tæp­ lega 7 þúsund íbúa, en næst á eftir henni komu Akureyri og Ísafjörður með á annað þúsund íbúa hvort. 4 Á fyrstu árum síðustu aldar voru flutningar talsverðir úr sveit í bæ. Þegar árið 1915 voru íbúar í þéttbýli orðnir 33 þúsund eða um 37% landsmanna. Nú, einni öld síðar, búa rúmlega 300 þúsund manns í þéttbýli, sem nemur rúmlega 90% landsmanna, og þar af eru langflestir búsettir á höfuð­ borgarsvæðinu, eða rúmlega 200 þúsund manns . „Myndun bæjanna og vöxtur þeirra er einhver stórfeldasta og einkenni­ legasta breytingin á þjóðlífi voru á síðustu áratugunum.“ 5 Á þessum orð­ um hefur Guðmundur Hannesson rit sitt Um skipulag bæja og um leið greiningu sína á stöðunni í byrjun síðustu aldar. Guðmundur gerði sér grein fyrir því að bæirnir myndu halda áfram að vaxa, þótt það yrði misjafnt eftir aðstæðum á hverjum stað. Þar taldi hann mestu skipta möguleika til útgerðar og fiskvinnslu: „Sum þorpin, sem reka aðeins verslun, standa eflaust að mestu leyti í stað, en hin, sem reka fiskveiðar og eru vel sett að því leyti, halda óefað áfram að vaxa.“ 6 Í ritinu greinir Guðmundur yfirbragð þeirra bæja sem þegar voru byrjaðir að myndast á fyrstu árum síðustu aldar, nestaður af nýjustu skipulags­ hugmyndum þess tíma frá Bretlandi og meginlandi Evrópu, ekki síst Íslenskur bæjarbragur Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==