Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

7 dögum Guðmundar á enn fullt erindi í skipulagsumræðuna. Það á einnig við um rit Guðmundar. Það þótti því tilefni til, nú á 100 ára afmæli útgáf­ unnar, að standa fyrir endurútgáfu ritsins, enda er áhugi á skipulagsmálum töluverður, bæði meðal leikra og lærðra. Þessi útgáfa hefur að geyma tvö rit sem saman bera yfirskriftina Um skipulag bæja – Aldarspegill. Annarsvegar er endurútgefið rit Guðmundar Hannessonar, Um skipulag bæja , í þeirri mynd sem það kom út árið 1916. Hinsvegar ritið Aldarspegill þar sem okkar samtímafólk efnir til nokkurs konar samtals við Guðmund og veltir fyrir sér skrifum hans út frá skipu­ lagsmálum samtímans og þeirri þróun sem orðið hefur á undangengnum áratugum. Alls eru fimm kaflar í ritinu Aldarspegill . Fjórir þeirra fjalla hver um sig um tiltekið viðfangsefni sem Guðmundur tekur fyrir í riti sínu, Um skipulag bæja , en sem allt eru um leið viðvarandi viðfangsefni skipulagsgerðar . Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ritar kafla um bæjarmynd og byggðamynstur íslenskra bæja. Þá tekur við kafli Péturs H. Ármannssonar um húsagerð og hönnun og kafli Salvarar Jónsdóttur um ýmsa félagslega og efnahagslega þætti skipulagsmála. Dagur B. Eggertsson ritar síðan kafla um tengsl skipulags og lýðheilsu. Fimmti kaflinn er helgaður Guðmundi sjálfum og lífshlaupi hans, en hann rita hjónin Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir og byggja þar meðal annars á bréfum Guðmundar til bróður síns, sem var afi Páls. Nóvember 2016 Ritstjórar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==