Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

6 Í ár eru liðin 100 ár frá því að ritið Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson lækni kom út sem fylgirit með Árbók Háskóla Íslands. Guð­ mundur hafði með margvíslegum hætti áhrif á þróun skipulagsmála hér á landi í byrjun síðustu aldar. Hann hafði kynnt sér vel nýjustu kenningar og fræðirit á sviði skipulagsmála erlendis og sá mikilvægi þess að laga erlendar kenningar að aðstæðum í íslensku samfélagi. Guðmundur átti stóran þátt í samningu frumvarps til fyrstu skipulagslaganna, sem sett voru árið 1921, og sat síðan í nær tvo áratugi í skipulagsnefnd á vegum ríkisins sem bar ábyrgð á að vinna fyrsta skipulag fyrir flesta íslenska þéttbýlisstaði. Í starfi nefndarinnar var rit Guðmundar lagt til grundvallar. Sjá má af skrifum samtímamanna Guðmundar þegar ritið kom út að því hefur verið fagnað og talið vandað í alla staði og fjalla um brýnt efni. Þannig ritar Guðjón Samúelsson arkitekt, og síðar félagi Guðmundar í skipulagsnefndinni, grein um ritið í Ísafold 1916 þar sem hann segir Guðmund eiga miklar þakkir skildar fyrir „að hafa koma svo þýðingar­ mikilli fræðigrein inn í bókmentir vorar“. Guðjón telur ritið hafa komið á heppilegum tíma; skipulag bæja sé nauðsynlegra en nokkru sinni áður, þegar bæirnir séu að taka miklum breytingum, timburhúsin að hverfa og steinhúsin að koma í staðinn. Kollegi Guðjóns, Rögnvaldur Ólafsson, ritar ítarlega rýni um ritið sem birtist í Skírni 1917. Hann telur það „í samræmi við rit færustu og fróðustu manna erlendis um þessi efni“ og hælir bókinni fyrir að vera „svo ljóst og skipulega samin, að hún virðist hverjum meðalgreindum manni auðveld“, enda telur Rögnvaldur ritið eiga erindi við sem flesta bæjarbúa. Bæirnir þurfi að taka stakkaskiptum og almenn þekking á skipulagsmálum myndi „stórum létta það starf þeim, sem mest eiga að því að vinna“. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan rit Guðmundar kom út og íslenskir bæir vaxið mjög og tekið miklum breytingum, er það engu að síður svo að margt af því fræðiefni á sviði skipulagsmála sem kom fram á Formáli

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==