Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

46 byggingarhluta. Seinna sérritið Um torfbyggingar og endurbætur á þeim , birtist einnig sem grein í Búnaðarritinu . 49 Í inngangsorðum vísar höfundur til peningakreppu og dýrtíðar á öllu útlendu byggingarefni og telur „því miður, allar horfur á því, að vjer verðum fyrst um sinn að bjargast sem mest við torfhús. ... Það mætti oss að láni verða, ef það gæti leitt til veru­ legra framfara í torfhúsagerðinni, því að ýmsu leyti er torfið ágætt efni.“ Í greininni leitaðist Guðmundur við að tengja saman gamla verkþekkingu og nýjar lausnir. Til að verjast raka í torfveggjum megi gera undirstöðu úr grjóti að neðan og vatnshelt þak að ofan. Önnur vandamál væru tor­ leystari, svo sem gerð dyra- og gluggaopa í þykka torfveggi. Torfið sem lífrænt efni sígur saman með tímanum og því er örðugt að skeyta því saman við timbur og stein. Torfveggir geti aldrei borið þunga húss nema með hjálp nýrra efna. 50 Í lok greinarinnar hvetur Guðmundur til frekari rannsókna á eiginleikum torfs sem byggingarefnis. Hann telur mögulegt að nýta torfið til að reisa grindarlaus útihús af einfaldri gerð en til flóknari bygginga henti það illa nema sem einangrandi viðbót við önnur burðarmeiri efni. Teikning Einars Erlendssonar húsameistara af íbúðarhúsi í sveit sem birtist í riti Guðmundar Hannessonar, Skipulagi sveitabæja, árið 1919. Önnur teikning sýnir sama hús án ports og sú þriðja íbúðarhúsið með áföstum útihúsum. Aftast í ritinu er önnur tillaga að íbúðarhúsi og húsaskipun á höfuðbóli í sveit eftir Finn Ó. Thorlacius húsasmíðameistara.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==