Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

45 vingjarnlegu timburþiljunum koma smávaxin einstæðingsleg hús úr steini eða timbri, misjafnlega góð eftirlíking af misjafnlega smekklegum kaup­ staðarhúsum, sem aðallega eru sniðin eftir norskum kauptúnahúsum.“ 44 Meginmál ritsins fjallar um heppilegustu herbergjaskipan íbúðarhúsa í sveit með tilliti til hollustu, notkunar og hagræðis. Mælt er með að á hverju sveitaheimili sé aðalíveruherbergi, baðstofan eða vinnustofan, þar sem fólkið situr að deginum við vinnu sína. Því til stuðnings vitnar höfundur í grein eftir kunnan breskan arkitekt, M.H. Baillie Scott, um mikilvægi þess að hvert heimili hafi þungamiðju, eitt herbergi þar sem allir geti dvalið og unnið saman. 45 Í lokakafla um byggingasnið og útihús víkur Guðmundur að hugmyndinni um nýjan byggingarstíl í þjóðlegum anda. „Sú spurning er algerlega rjettmæt, hvort ekki sje þá hægt og hentugt að taka upp gamla bæjar­ stýlinn eða byggingasniðið á þessum nýju steinsteypubæjum.“ Svar hans við þeirri spurningu er hiklaust neitandi: „Á hæfilega stóru íbúðarhúsi er hvergi pláss fyrir þiljaröð, þrjú bil eða fleiri, og þaðan af síður þykka veggi milli þeirra, sem auk þess yrðu aldrei sannir, verulegir milliveggir, heldur aðeins óeðlileg stæling af ytra útliti einu.“ 46 Stuttu áður hafði danskur arkitekt, Alfred Jensen Råvad, bróðir athafnamannsins Thors Jensen, ritað lítið kver sem hann nefndi Íslenzk húsgerðarlist = Islandsk Architektur . Þar beindi hann sjónum að gömlu íslensku torfhúsunum en uppbygging þeirra átti að hansmati margt sameiginlegt með gotneskri byggingarhefð. Áhugi hans beindist að ákveðnun þáttum í byggingarlagi húsanna, nánar tiltekið hinum þykku, traustu hliðarveggjum og sundurgreindu göflum með hvössum þökum, sem hann taldi að væri „ágætur grundvöllur til að reisa á fyrirmyndir til bygginga með þjóðlegu sniði og í samræmi við landslagið.“ 47 Máli sínu til skýringar birti Råvad eigin teikningu af bursta­ byggðuprestsetri viðBreiðafjörðog kirkju í nýgotneskumstíl.Guðmundur vísar í teikningu Råvads og telur engum vafa bundið að efnamenn sem taki miklu meira tillit til útlits en kostnaðar geti byggt slík hús með gamla bæjarlaginu í nýjum og skrautlegri búningi. Allur almenningur verði hins vegar að byggja sem ódýrast og hentugast og fyrir þann hóp hafi fagurfræðilegar stælingar af gamla bæjarstílnum litla þýðingu. 48 Sveitahús úr torfi og steypu Á árunum 1921-22 sendi Guðmundur Hannesson frá sér tvö ný leiðbein­ ingarit um húsagerð. Hið fyrra nefndist Steinsteypa: leiðarvísir fyrir alþýðu og viðvaninga , gefið út af Iðnfræðafélagi Íslands. Þar fjallaði höfundur á ítarlegri hátt en áður um allt er varðaði steinsteypu; efnisuppbyggingu hennar og eðliseiginleika, meðhöndlun og nýtingu við smíði einstakra

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==