Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

44 Auk sýnishorna af skipulagi íbúða í verkamannabústöðum í Þýskalandi og Englandi fylgir kaflanum hliðstæð teikning Guðjóns Samúelssonar af litlu, sambyggðu einbýlishúsi. Teikningin minnir um margt á Bankahúsin svokölluðu sem reist voru við Framnesveg 20-26B á árunum 1922-23 eftir uppdráttum Guðjóns. Landsbankinn stóð að byggingu þeirra í þeim tilgangi að opna augu fólks fyrir kostum bygginga af þessari gerð og styðja félög og samtök einstaklinga til að byggja slík hús. Um var að ræða tólf íbúða sambyggingu, raðhús á þremur hæðum, þar sem hver eining hafði sjálfstæðan inngang og garð. Húsin áttu að verða hvati til nýjunga í húsnæðismálum bæjarins en lausnin reyndist of dýr fyrir tekjulægsta hópinn sem var í mestri neyð. Bankahúsin urðu hins vegar vinsæl meðal iðnaðarmanna og fólks úr millistétt. Gömul byggingarlist og ný Árið 1919 kom út leiðbeiningarritið Skipulag sveitabæja eftir Guðmund Hannesson. Þar setur höfundur fram sjónarmið sín um hvernig best sé að hanna og byggja steinhús í sveitum landsins og birtir teikningu að fyrir­ myndarhúsi eftir Einar Erlendsson húsameistara máli sínu til skýringar. Nú á tímum er þetta rit ekki síst forvitnilegt vegna greiningar höfundarins á stöðu íslenskrar byggingarlistar og þeirra hugmynda sem þá voru að mótast um þjóðlegan byggingarstíl steinsteyptra sveitabæja. Ritið hefst á því að nýju steinhúsin eru borin saman við gömlu torfbæina. Þjóðin hafi vissulega náð tökum á því að byggja hlý og góð íbúðarhús úr steinsteypu en „hvað byggingarlistina snertir, þá menningu að gera húsin svo fögur og hentug, sem efni og ástæður leyfa, erum vjer illa á vegi staddir. Með nokkrum rjetti má segja að hjer sje um afturför að ræða og hana mikla.“ 42 Alkunnugt er það að gömlu torfbæirnir eru einkennilega fagrir tilsýndar, falla vel saman við landslagið og eru eins og vaxnir upp úr íslenska jarðveginum. Á mörgum öldum hafði mönnum lærtst að fara svo hyggilega með lítilfjörleg byggingarefni – torf og bagga­ tækar spýtur, – að húsin stóðust, öllum vonum framar, óblíðu veðr­ áttunnar, stórrigningar og grimdarfrost. Það fór hjer sem oftar að þá urðu húsin sjálfkrafa fögur, þegar vel var á byggingarefninu haldið, og alt svo hentuglega sniðið sem ástæður leyfðu. Að mati Guðmundar fólst fegurðargildi torfbæjanna bæði í útliti þeirra og innri gerð. Sem vistarvera væri baðstofan bæði fögur og hentug. „Þegar inn í hana var komið, blasti öll gerð hússins þægilega við auganu, svo einföld sem hún var, og auk þess allir lifnaðarhættir fólksins, svo að engin nútíðarlist getur betur gert.“ 43 Í kjölfarið lýsir höfundur ástandinu í húsa­ gerð samtímans: „Í staðinn fyrir stóru, hlýlegu bæjarhúsaþyrpinguna með

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==