Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

43 sparnað í gatnagerð við þéttbýli marglyftu húsanna hugarburð einn. Því fari fjarri að „mjögmikið þéttbýli sé kostur, því einmitt það er sú landplága, sem allar borgir þurfa að berjast á móti með hnúum og hnefum, ef ekki skal stofna heilsu bæjarbúa í hættu, og spilla hag þeirra á ýmsan hátt.“ 41 Ekki megi þó heldur dreifa byggðinni um of, heldur beri að finna hæfilega millileið. Í enskum nýtískubæjum sé það talið skaplegt þéttbýli að 20-30 hús komi á hektara. Lítil sambyggð einbýlishús telur Guðmundur hafa ótvíræða kosti fram yfir margbýlishús sem húsnæðislausn fyrir íslenskar aðstæður. Þar hafi hver fjölskylda allt fyrir sig, sérstakan inngang og eigin garðblett til ræktunar. Með því að gera húsin sambyggð megi lækka kostnað við byggingu þeirra og rekstur. Helsti galli við þessa húsgerð er að íbúðir verða flestar á tveimur hæðum. Bankahúsin við Framnesveg 20–26B, reist 1922–23 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Tillaga Guðjóns Samúelssonar að litlu, sambyggðu einbýlishúsi, gerð fyrir bók Guðmundar Hannessonar. Á neðri hæð hússins er forstofa, stofa og íbúðareldhús (þ. wohnküche), þ.e. borðstofa, eldhús og búr í einu rými. Guðmundur telur slík eldhús hafa ótvíræða kosti fram yfir þröngt eldhús og stofukytru. Á teikningu Guðjóns eru sýnd þrjú lítil svefnherbergi í risi en í kjallara geymslur, þvottaklefi, baðklefi og salerni. Mynd 11a?

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==