Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

42 Önnur merk skýringarmynd í kafla um óslitnar raðabyggingar sýnir hvernig leysa má húsaskipan með tilliti til sólarátta í samfelldri, þéttri byggð. Til samanburðar er sýndur jafnstór byggingarreitur á Ísafirði með óreglulegri, sundurlausri húsaskipun. Skýringarmyndin sýnir hvernig koma má fyrir görðum undan sólarhlið þar sem húsaröðin myndar óslitinn hring um lokaðan húsagarð. Gallar eru þó við þessa lausn. Hornhúsin verði illa úti með lóðir og sólskin en á móti komi að húsagarður á miðju reitsins verður sérstaklega hlýr og skjólsæll. 40 Hliðstæð útfærsla og skýr­ ingarmyndin sýnir var tekin upp á nokkrum húsareitum í skipulagi Reykjavíkur innan Hringbrautar. Kunnasta dæmið um slíka sambyggingu með görðum í sólarátt eru fyrstu verkamannabústaðirnir, hús byggingar­ félags alþýðu norðan Hringbrautar og vestan Hofsvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur. Í kafla um stærð húsa og gerð greinir Guðmundur Hannesson kosti og galla mismunandi gerða íbúðarhúsa í þéttbýli. Hann telur fjölbýlishús á mörgum hæðum ekki heppilega lausn fyrir íslenska bæi. Þau séu dýr í byggingu og borgi sig einungis þar sem landverð er mjög hátt. Meðal ágalla marglyftra húsa séu þreytandi stigar, fjölskyldur hafa ekki sinn garðblett, kjallarar séu of litlir fyrir þarfir margra íbúa, hljóðbært sé milli hæða og að stórar einingar henti illa sjálfseignarhaldi íbúða. Hann telur Fjölnisvegur í sunnanverðu Skólavörðuholti byggðist um 1929. Bogadregin gatan með stórum forgörðum á aðra hönd og húsum fast við gangstétt sólarmegin götu vitnar um áhrif þeirra framsæknu hugmynda sem Guðmundur Hannesson kynnti í bók sinni, Um skipulag bæja, árið 1916.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==