Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

41 Í ritinu Um skipulag bæja er ekki að finna beinar vísbendingar um hvaðan fyrirmynd að hinni einföldu og skilvirku reglu um hagnýtingu lóða með tilliti til sólarátta sé fengin. Í nokkrum fagritum sem út komu á árabilinu 1909–14 er fjallað ítarlega í máli og myndum um hönnun bygginga og lóðaskipulag með tilliti til sólarljóss, m.a. í bók Raymond Unwin, Town Planning in Practice . 38 Skýringarmyndin um hagnýtingu lóða er ein fárra í riti Guðmundar sem ekki er fengin úr annarri bók heldur dregin upp af höfundi sjálfum eða aðstoðarmanni. Hin snjalla regla um lóðaskipan og sólaráttir hafði mikil áhrif á hið byggða umhverfi. Í Reykjavík var farið að byggja hús þétt upp við gangstétt sólar­ megin götu og stórum forgörðum skuggamegin götu snemma á 3. ára­ tug 20. aldar. Elstu götur með þessu sniði eru á Landakotshæð norðan Túngötu (Öldugata, Bárugata) og á Sólvöllum (Sólvallagata, Ásvallagata). Reglan var tekin upp í heildarskipulagi Reykjavíkur innan Hringbrautar frá 1927, meðal annars á óbyggðu landi í sunnanverðu Skólavörðuholti. Hið ósamhverfa götusnið setti sterkan svip á reykvísk íbúðarhverfi vel fram yfir seinni heimsstyrjöld. Með tímanum varð það eitt mikilvægasta sérkenni eldri hverfa Reykjavíkur. Reglan kallaði á sérstakar lausnir í hönnun íbúðar­ húsa sunnanmegin götu, þar sem gluggar á stofum og svefnherbergjum voru ýmist á göflum eða snéru inn að baklóð. Húsameistarar 3. og 4. áratugarins færðu sér í nyt þessar aðstæður til að hanna nýjar lausnir. Má þar nefna húsið Laufásveg 70 eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt frá 1927 þar sem aðalinngangur og stigagluggi mynda lóðréttan flöt fyrir miðju á annars gluggalausri, samhverfri götuhlið. 39 Hugmyndin um hina „lokuðu“ götuhlið sólarmegin götu þróaðist áfram á tímabili funksjónalismans eftir 1930, þar sem hringlaga og rétthyrndum formum er stillt saman í „komp­ ósisjón“ sem minnir á óhlutbundin málverk. Hagnýting lóða með tilliti til sólarátta. Tvær skýringarteikningar úr bók Guðmundar Hannes­ sonar, Um skipulag bæja, sem sýnir kosti þess að skipa húsum þannig á lóðir að stærstur hluti garðsins njóti sólar. Lóðin verður heillegri og land nýtist betur þegar byggð eru tvíbýlishús fremur en stök einbýlishús í sundurlausri byggð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==