Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

40 Þau dæmi um fagurfræðilega mótun gatna og torga sem Guðmundur vitnar til í máli og myndum eru flest fengin úr þýskum og enskum fyrirmyndarbæjum. Nánar tiltekið Bournville og Port Sunlight á Englandi og Margarethenhöhe, Hüttenau og Hellerau í Þýskalandi. Flestir fyrir­ myndarbæjanna voru reistir af upplýstumog framfarasinnuðum iðnjöfrum (Krupp, Cadbury og Lever Brothers) fyrir starfsfólk fyrirtækja þeirra og skipulagðir í anda sveitabæjarhreyfingarinnar sem Guðmundur nefndi svo (e: Garden City movement ). Þeir arkitektar sem komu að mótun skipulags og hönnun bygginga í fyrirmyndarbæjunum tengdust flestir framsæknum hreyfingum í arkitektúr aldamótaáranna, Arts and Crafts í Englandi og Deutscher Werkbund í Þýskalandi. Sú hugmynd að leggja áherslu á hið myndræna og óreglubundna í mótun skipulags er gjarnan rakin til austuríska listfræðingsins og arkitektsins Camillo Sitte (1843– 1903) sem reis öndverður gegn beinum línum og vélrænni reglufestu sem einkenndi borgarskipulag á seinni hluta 19. aldar. Taldi hann að líta ætti til borga og bæja miðalda með þröngum og hlykkjóttum götum sem fyrirmyndar að því hvernig móta mætti borgarrými sem hefðu til að bera fegurð og manneskjuleg hlutföll. Bók Camillo Sitte, Der Städtebau nach seinen künstlerischen Grundsätzen , naut vinsælda eftir að hún kom út árið 1889 og hafði víðtæk áhrif á arkitektúr og borgarskipulag í Evrópu um og eftir aldamótin 1900. Guðmundur vísar í bók Sitte í skrá yfir bækur um bæjargerð en vitnar ekki beint í texta hennar í umfjöllun sinni. Sólaráttir og hagnýting lóða Ein merkasta og framsæknasta hugmynd sem Guðmundur Hannesson kynnti til sögunnar var reglan um hagnýtingu lóða með tilliti til sólarátta. Um hana er fjallað í kaflanum um sundurlausa húsaskipan, þar sem hvert hús stendur út af fyrir sig með óbyggðri lóð umhverfis. Höfundur færir rök fyrir því að nýting hins óbyggða lóðarhluta verði lökust þegar húsið er sett á miðjan blettinn. Því beri að staðsetja hús innan lóðar með tilliti til sólargangs og skjólmyndunar þannig að lóðin nýtist sembest til ræktunar. „Aðalreglan verður sú, að láta ætíð sem mestan hluta óbyggða landsins liggja út undan aðalsólarhlið hússins, hvort sem hún veit að götu eða frá henni ...“ 36 Vegna lágrar sólstöðu hér á landi sé nánast ómögulegt að rækta fallega forgarða á móti norðri líkt og gert sé í suðlægari löndum. Því nýtist lóðin best með því að byggja húsin sunnan og vestan megin götu fast upp við gangstéttina. Enn hagstæðari nýtingu megi svo ná fram með því að byggja sambyggð tvíbýlishús fremur en sundurlaus hús samkvæmt ofangreindri reglu. Kostir þess felast meðal annars í betri nýtingu óbyggðrar lóðar, skilveggur milli húsanna verður hlýr og ódýr og komast má af með minni lóðir. 37

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==