Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

39 mikill, að þær eru lítt færar vögnum.“ 31 Í framhaldi eru kostir bogagatna tíundaðir. Lýst er hvernig bogadregnar götur falli betur að landslagi og séu í senn fagrar og hentugar, einkum ef hlykkir og bogar eru ekki of krappir. Þannig lokist göturýmið sjálfkrafa fyrir auganu en framundan blasi ætíð við nokkur hluti götunnar. Með því að snúa boganum með nokkru millibili, þannig að húsaraðirnar sitt hvoru megin götu blasi við á víxl, eykst tilbreytni og fegurðgötunnar til mikillamuna.Vitnar Guðmundur til þess að beinar götur sjáist vart í nýtískuborgum eins og Hellerau þar sem vandað hafi verið til skipulags. 32 Bogadregin gata í fyrirmyndarbænum Hellerau í útjaðri Dresden, skýringarmynd úr bók Guðmundar Hannessonar, Um skipulag bæja. Hellerau var fyrsta garðborg Þýskalands og vakti mikla athygli á sínum tíma vegna skipulagsins sem byggt var á hugmyndafræði Ebenezers Howard. Meðal kunnra arkitekta sem teiknuðu byggingar í Hellerau voru Heinrich Tessenow og Hermann Muthesius. Seinna í kaflanum nefnir Guðmundur fleiri atriði sem áhrif hafa á fegurð gatna, svo sem hlutfallið milli lengdar og breiddar. Hann líkir götum við herbergi í húsi og segir lengd þeirra ekki mega vera óhóflega miðað við breiddina. 33 Þá skipti miklu hvernig hæðarlínur liggja þegar stefna gatna í hallandi landi er ákveðin. Brekkugötur séu langfegurstar, ef hallinn smá­ vex eftir því sem ofar dregur, og húsin fari best, ef gaflar snúa að götunni á flestum húsum. 34 Þá sé lykilatriði í ásýnd götu hvað blasir við fyrir enda hennar. Engin gata geti litið laglega út, ef endi hennar er opinn og nemur við loft. Fyrir götuenda þurfi að vera „svo reisulegt hús og smekk­ legt, sem kostur er á, hvort sem það er íbúðarhús, kirkja eða önnur stór­ hýsi.“ 35 Frá þessari reglu er þó ein undantekning sem Guðmundur nefnir, þegar fagurt fjall blasir vel við opnum götuenda. Sem dæmi vísar hann í Skarðsheiðina við norðurenda Pósthússtrætis í Reykjavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==