Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

38 úr timbri, oftast sundurlaus smáhýsi með garði umhverfis og bili milli hús­ gafla. Með útbreiðslu steinsteypu eftir 1910 tekur steinhúsum að fjölga en gæði þeirra eru misjöfn, mest vegna raka og lítillar einangrunar. Þá er vikið að stærð íbúða og áætlar höfundur að um helmingur íbúða í helstu bæjum sé aðeins eitt herbergi og eldhús eða minna. Að þessu leyti væri ástand húsnæðismála álíka aumlegt og í erlendum borgum. 27 Í kafla um skipulag bæja og sjávarþorpa lýsir Guðmundur byggingar­ ákvæðum og stöðu skipulagsmála á helstu þéttbýlisstöðunum. Beinir hann sjónum sérstaklega að Reykjavík og gagnrýnir meðal annars að þar hafi opinberum byggingum ekki verið ætlaðir verðugir staðir og að engin föst ákvæði séu um hvar byggja megi marglyft hús og hvar sambyggð. Því til skýringar birtir hann ljósmynd af eigin húsi við Hverfisgötu og byggingum Jóns Þorlákssonar við Ingólfsstræti og Bankastræti með undirtextanum „Nýbyggingar í Reykjavík“, sem dæmi um hvernig háum og lágum húsum sé grautað saman, sumum með skrínuþaki en öðrum með brunagöflum sem óvíst sé að byggt verði að. Þá vitnar hann í álit bestu fræðimanna erlendis að „ekkert sje við það unnið víðast hvar, að gera íbúðarhús í borgum hærri en tvílyft...“ 28 Opinberar byggingar ber aftur á góma í kafla um greiningu bæjarhluta. Er á það bent að svipur bæjarins og yfirbragð ráðist af því hvar og hvernig þær séu settar. Húsavíkurkirkja er þar nefnd sem dæmi um reisulega byggingu á áberandi stað sem sé mikil bæjarprýði. Hver bær þurfi þungamiðju þar sem helstu götur og reisulegustu byggingarnar liggi saman, helst nálægt miðju byggðarinnar. Því næst er vikið að kostum þess að greina byggð sundur í sérstök hverfi eftir stærð húsa og húsaskipun. „Sundurlaus smáhýsi“ fyrir eina fjölskyldu eigi að reisa á svæðum þar sem líklegt er að sæmilega efnað fólk byggi. Þar verði að setja kvöð um að öll húsin skuli vera af þessari gerð og engin þeirra marglyft. „Samstæð smáhýsi“, annaðhvort í sundurlausum húsaröðum eða óslitnum, telur Guðmundur „...henta best í vinnufólkshverfum, því bæði verða þá lóðir og hús tiltölulega ódýr.“ 29 Í kafla um götur og gatnaskipan kemur fagurfræði nokkuð við sögu. Telur Guðmundur það ekki lítils virði „að húsin fái svo góða útsjón sem frekast má, og að gatan sje gerð svo fögur og skemmtileg til íbúðar, sem ástæður leyfa, en slíkt er oft mjög undir stefnu götunnar komið.“ 30 Eftir að hafa rætt um æskilega stefnu gatna með tilliti til skjóls, landslags og sólarátta víkur Guðmundur að kostum beinna og boginna gatna. Mælir hann gegn taflborðsskipulagi að amerískri fyrirmynd þar sem götur eru þráðbeinar og hornréttar hver á aðra. Telur hann þessa „taflborðs- eða rétthyrnings­ firr[u] [hafa] stórlega spilt öllu skipulagi Reykjavíkur, valdið því að götur stefna þráðbeint á hvað sem fyrir er, og hallinn verður sumstaðar svo

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==