Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

37 Sjálfur bærinn er næsta ólíkur öllu því, sem vér höfum vanist, og býst ég við, að menn kunni misjafnlega við svip hans og útlit alt. Þó verður ekki annað sagt, en að hann sé laglegur og einkennilegur að ýmsu leyti. ... G. S. hefir numið húsagerðar­ list á listaskóla Kaupmannahafnar. Myndin ber þess vott, því bænum svipar mjög til danskra sveitabæja. Þeir fara sérlega vel á dönsku flatn­ eskjunni og eru að mörgu leyti bæði smekklegir og þægilegir, en mér finst þó nokkur vafi á því, að þeir eigi eins vel við íslenzkt fjallalandslag, og hæpið að fólk vilji vera án góðs kjallara undir húsinu. En hvað sem þessu líður sýnir myndin, hvernig á að vera umhorfs „kringum bæinn“. 26 Íslenskur sveitabær eftir Guðjón Samúelsson. Teikningin var gerð að beiðni Guðmundar Hannessonar og birtist með grein hans í Búnaðarritinu árið 1915. Um skipulag bæja – húsagerð og fagurfræði Í ritinu Um skipulag bæja frá 1916 birtist fullmótuð framtíðarsýn höfund­ arins um skipulag þéttbýlis við íslenskar aðstæður. Jafnframt lýsir hann þeim gerðum íbúðarhúsa sem hann telur best henta í íslenskum bæjum og tilhögun þeirra á lóðum. Hugmyndir sínar sótti Guð­ mundur í nýjustu og framsækn­ ustu kenningar þess tíma um skipulag og húsagerð, bresku garðbæjahreyfinguna og svo­ nefnda fyrirmyndarbæi í Eng­ landi og Þýskalandi sem voru svar þess tíma við borgarvanda­ málum iðnbyltingar. Í fyrirmyndarbæjunum sem Guðmundur vitnar til var áhersla lögð á samfellda byggð tveggja og þriggja hæða húsa þar sem hver íbúð hafði garðblett til ræktunar. Þannig byggð sá Guðmundur fyrir sér í bæjum landsins. Hann mælti eindregið með því að íbúðarhúsin yrðu ekki hærri en tvær hæðir, svo tryggt væri að allar vistarverur nytu sólar. Í inngangskafla um heilbrigðismál bæjanna fjallar Guðmundur um húsakynni bæjarbúa. Birtir hann yfirlit yfir fjölda húsa í helstu bæjum landsins og skipar þeim í flokka eftir byggingarefni. Flest íbúðarhús voru

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==