Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

48 Rit Guðmundar um húsagerð á Íslandi er ekki einungis dýrmætt sem söguleg heimild. Áhugaverð er einnig greining hans á sérstöðu íslenskrar byggingarlistar og þeirri breytingu á byggingarháttum sem urðu með tilkomu steinsteypu. Í kafla um húsameistara nefnir höfundur viðleitni Jóhanns Fr. Kristjánssonar og Guðjóns Samúelssonar til að blása nýju lífi í gamla bæjarstílinn og segir þær tilraunir fallnar niður. Ungu húsameist­ arana segir hann hafa „byggt ýms vönduð hús og þá í nýtískustíl, en ekki hafa þeir breytt húsagerð eða svip húsa verulega enn sem komið er.“ 55 Seinna í bókinni fjallar Guðmundur um trogþök (lítið hallandi eða flöt þök) sem nýtískustíllinn ruddi braut en hafi gefist misjafnlega, bæði hér og erlendis. 56 Torfbæina telur hann vera „einu alíslensku húsin, bæði að gerð og stíl. Þegar þeir fóru að leggjast niður, breyttist byggingalag og öll herbergjaskipun stórum, svo að lítið sem ekkert varð eftir af gamla, þjóðlega skipulaginu.Í staðþess komualþjóðlegar,útlendar fyrirmyndir.“ 57 Í samantekt í bókarlok dregur Guðmundur upp mynd af bágbornum húsakynnum íslenskrar alþýðu í samanburði við það sem gerðist í ná­ grannalöndunum fyrir aldamótin 1900. „Það var eins og að koma í aðra álfu að koma til Íslands, eða öllu heldur aftur í miðaldir.“ 58 Svo vel hafi viljað til að Íslendingar lærðu að „flétta reipi úr sandi“. Þjóðin hafi nú glímt við steinsteypuna, „þetta viðsjála byggingaefni“, í 40 ár, og „enn hefur oss ekki alls kostar tekizt að ráða við það.“ 59 Höfundur nefnir helstu áfanga í glímunni við steypuna; vatnsþéttingu hennar og einangrun, gerð lofta og stiga, járnbendingu og leiðir til að fegra yfirborð og lit steyptra veggja. Lýsingu sinni lýkur hann með þessum orðum: Margt hefur farið í handaskolum hjá oss síðan steinsteypuöldin hófst. Nú er þó svo komið, að beztu húsin í bæjum og sveitum standa ekki að baki tilsvarandi byggingum í nágrannalöndunum og að sumu leyti framar. Þau eru sterkari, endingarbetri og eldtraustari en timbur- eða músteinshús. Ekkert af erlendu húsunum jafnast á við beztu bæina, sem hitaðir eru með jarðhita og hafa ótæmandi heitt vatn, kalda vatnsveitu, baðklefa, vatnssalerni og jafnvel raflýsingu. 60 Í bók Guðmundar Hannessonar um húsagerð á Íslandi endurspeglast fjölþætt reynsla, yfirsýn og þekking sem hann hafði tileinkað sér á langri ævi; vísindaleg nákvæmni læknisins, verkleg reynsla húsasmiðsins, feg­ urðartilfinning arkitektsins, alþjóðleg sýn skipulagsfræðingsins, hugsjón og umbótavilji stjórnmálamannsins. Þá er ótalinn hæfileiki kennarans til að miðla þekkingu sinni á áhugaverðan hátt og skilningur sagnfræðings­ ins á þeim hagrænu, félagslegu og tæknilegu þáttum sem móta sam­ félagsþróun og sögulega framvindu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==