Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

49 Lokaorð Athygli vekur hversu framsækinn Guðmundur Hannesson var í þeim hug­ myndum sem hann kynnti hér á landi á 2. áratug 20. aldar. Þekkingu sótti hann í nýjustu kenningar og fræðirit á sviði borgarskipulags og byggingar­ listar. Í ritum sínum vitnar Guðmundur í skrif og verk manna á borð við Camillo Sitte, M.H. Baillie Scott, Ebenezer Howard og Raymond Unwin. Meginhugmynd sína um mótun þéttbýlis til framtíðar sótti hann í þekkta breska og þýska fyrirmyndarbæi og sveitabæjarhreyfinguna sem hann nefndi svo (e: Garden City movement ) sem þá var efst á baugi í flestum löndum Evrópu. Á sviði húsagerðar má greina óljósari tengingu við aðra samtíðarstefnu, Arts and Crafts hreyfinguna , þegar Guðmundur vitnar í hugmyndir M.H. Baillie Scott um herbergjaskipan íbúða og tengir þær við íslensku sveitabaðstofuna. Um líkt leyti og Guðmundur Hannesson var að leggja drög að riti sínu vann svissneski arkitektinn Charles-Edouard Jeanneret (seinna þekktur sem Le Corbusier) tillögu að litlum garðbæ , Cité Jardin aux Crétets , í útjarði heimabæjarins La Chaux-de-Fonds, innblásinn af skipulagshugmyndum Camillo Sitte, Raymond Unwin og Arts and Crafts hreyfingunni bresku. 61 Árið 1914 stóðu þeir í sömu sporum og horfðu fram á veg, íslenski læknirinn og sá evrópskur arkitekt sem átti eftir að hafa mest áhrif á þróun húsagerðar og borgarskipulags á 20. öld. Guðmundur Hannesson sá snemma nauðsyn þess að laga hinar nýju er­ lendu kenningar að aðstæðum þess tíma í íslensku samfélagi. Í því fólst helsti styrkur þeirra hugmynda á sviði húsagerðar og skipulagsmála sem hann kynnti til sögunnar. Tillögur hans voru ekki rómantískar draumsýnir heldur yfirvegaðar og raunhæfar lausnir mótaðar af skilningi á því hvernig húsagerð og skipulag þróast á löngum tíma sem vísindi byggð á reynslu. Aðbaki bjóhugsjón læknisins umað virkja byggingarlist ogbæjarskipulag til að bæta heilsufar og andlega vellíðan almennings. Hann sá fegurð og samræmi í hinu byggða umhverfi sem mikilvægt lýðheilsumál. Sé litið til þeirra atriða sem áhrif hafa á gæði og fagurfræði skipulags þá hefur óvíða betur tekist til með mótun þéttrar byggðar hér á landi en í þeim hverfum og bæjarhlutum sem byggja á þeim hugmyndum sem Guðmundur Hannesson setti fram í bók sinni árið 1916. Þar sameinuðust mikilvægar hugmyndir úr fortíð og samtíð, annars vegar um samfellda og fagurfræðilega mótaða bæjarmynd evrópskra borga frá því fyrir tíma iðnbyltingar — og hins vegar kröfur 20. aldar um borgarskipulag og húsnæði hannað með tilliti til lýðheilsu og sólarljóss, sem urðu kjarninn í skipulagskenningum módernisma 20. aldar. Höfundur þakkar Ólafi Tr. Mathiesen arkitekt góðar ábendingar og veittan aðgang að heimildum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==