Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

50 Framlags Guðmundar Hannessonar til skipulagsmála á Íslandi er helst minnst fyrir umfjöllun hans um útlit bæja og lýðheilsu bæjarbúa. En hann fjallaði einnig um félagsleg og hagræn málefni í tengslum við skipulag, svo sem að allir ættu að eiga kost á húsnæði á viðráðanlegu verði og að aukið landvirði sem stafi af vexti bæja, eigi að renna í sameiginlega sjóði. Þannig fjallaði Guðmundur um allar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar árið 1916, þó svo að hugtakið hafi ekki verið notað í skipulagi fyrr en 70 árum eftir að verk hans Um skipulag bæja var gefið út. Umfjöllun Guðmundar endurspeglar víða viðhorf samtímans, en hún sýnir jafnframt óvanalega þekkingu og framsýni. Hér á eftir verður dregið fram hvernig Guðmundur Hannesson fjallaði um hagræna og félagslega þætti í riti sínu en áður verður rætt stuttlega um hagrænar og félagslegar aðstæður í þéttbýlisstöðum á landinu um það leyti sem hann vann að ritinu. Einnig verður leitast við að greina hvað hafi orðið um hugmyndir hans hvað varðar fyrrgreinda þætti og hvort þeim megi finna stað í íslenskri skipulagslöggjöf og skipulagsvinnu. Skipulag í upphafi 20. aldar Miklar breytingar urðu á byggðaþróun á Íslandi í lok 19. aldar og upphafi 20. aldar þegar þéttbýli fór að myndast fyrir alvöru. Miklar hömlur höfðu verið á lausamennsku allt fram til loka 19. aldar en skömmu eftir aldamótin 1900 hófst togaraútgerð og vélbátavæðing sem oft er talin marka upphaf iðnbyltingar hér á landi. Allt ýtti þetta undir breytta hagi og þéttbýlis­ myndun eða það sem kallað hefur verið vaxtarþjóðfélag með aukinni framleiðni og fjármagni. 1 Á heimastjórnartímabilinu 1904-1918 urðu miklar umbreytingar í þjóðlífinu. Nýr banki var stofnaður sem bætti að­ gang að lánsfé, símasamband komst á við umheiminn 1906, farið var að nýta vatnsafl til raflýsingar, þjóðveganeti var komið á og fyrstu bílar voru fluttir til landsins. 2 Fjöldi fólks streymdi úr sveitum á þessum árum til þétt­ býlisins og sérstaklega til Reykjavíkur. Þó mikið væri byggt höfðu menn Hagur heildarinnar í skipulagi bæja Salvör Jónsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==