Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

51 ekki undan að svara húsnæðisþörf. Við þetta bættist að heimilum fjölgaði hlutfallslega umfram mannfjölgun, þar sem færri voru í heimili en áður. Húsnæðiseklan jókst sérstaklega eftir 1908 þegar fjármálakreppa skall á og þröngt varð um lánsfé. 3 Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. þurftu fátækir að treysta á aðstoð ættingja eða framfærslu frá sveitarfélaginu þegar annað þraut. Þótt stofnað hefði verið til styrktarsjóða aldraðra og sjúkra þegar árið 1890, með lögbundinni greiðsluþátttöku launþega, varð ekki veruleg breyting á velferðarkerfinu fyrr en með lögum um alþýðutryggingar árið 1936. 4 Vaxandi þéttbýlismyndun fylgdu ýmsar breytingar, meðal annars aukin stéttarvitund og réttindabarátta launafólks. Liður í þeirri baráttu var að fá laun greidd í peningum en ekki úttekt hjá atvinnurekanda og eftir margra ára baráttu voru lög um peningagreiðslu launa sett 1902. 5 Atvinna var sæmileg í þéttbýlinu í upphafi 20. aldar en þó bjó verkafólk við ótrygga og stopula atvinnu. Á sama tíma vænkaðist hagur stóratvinnurekenda og útgerðarmanna. 6 Fyrri heimsstyrjöldin hafði mikil áhrif á kjör fólks, hagur alþýðu versnaði oghúsnæðisskortur varð enn alvarlegri í mesta þéttbýlinu, Reykjavík. Í framhaldinu fór bæjarstjórn Reykjavíkur að huga meira að atvinnu- og húsnæðismálum. Árið 1916 voru margar fjölskyldur hús­ næðislausar í Reykjavík en snemma árs keypti bærinn fjölbýlishúsið Bjarnaborg við Hverfisgötu til að hýsa fátækt fólk. Mun það vera upphaf félagslegs húsnæðis í Reykjavík. Þá var ákveðið að setja á stofn húsnæðis­ skrifstofu semmeðal annars vann að því að finna húsnæði og gera íbúðar­ hæft. Það dugði þó ekki til og um haustið sama ár var hafist handa við að byggja bráðabirgðaskýli, Suðurpól, við Laufásveg. 7 Í porti við Suðurpól í Reykjavík. Húsin voru reist sem bráðabirgðaskýli til að svara húsnæðis­ skorti í bænum árið 1916. Útikamrar í miðju porti. Búið var í húsunum langt fram eftir öldinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==