Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

52 Hagrænar og félagslegar aðstæður á landinu hafa eflaust orðiðGuðmundi Hannessyni hvatning að umfjöllun um þessi málefni. Hann gerði sér öðrum fremur ljóst að þéttbýlismyndun krefðist ekki einungis skipulags hvað varðar fyrirkomulag gatna og bygginga, heldur þyrfti að hyggja að hagrænum og félagslegum þáttum einnig. Félagslegar umbætur voru honum greinilega hugleiknar en algengt var á þessum tíma að líta á það sem hlutverk læknavísindanna. 8 Guðmundur fékkst ekki einungis við lækningar, heldur var hann jafnframt uppfræðari og stjórnmálamaður. Í fyrsta árgangi Læknablaðsins árið 1915 birtir Guðmundur bréf til kollega sinna og óskar eftir ýmsum upplýsingum um skipulagsmál í bæjum með 300 íbúa eða fleiri, en þeir voru þá alls 22. Hann spyr um land­ kosti, landverð, gatnafyrirkomu­ lag, vatnsból; fráveitur og sorp; atvinnusvæði, íbúðarsvæði, opin svæði og leikvelli, heilsufar og stjórnsýslu. Þá spyr hann um fjölda herbergja á fjölskyldu, hvort hægt sé að hita íbúðir og hversu margir búi í kjöllurum. Ekki er ljóst hvernig heimtur voru á svörum en hann virðist að minnsta kosti hafa fengið upplýsingar frá Hafnarfirði, Húsavík og Sauðárkróki. 9 Með sveitarstjórnarlögum árið 1905 fengu þéttbýlisstaðir með 300 íbúa eða fleiri rétt til að mynda sjálfstætt sveitarfélag. 10 Sama ár voru sett lög umbyggingarsamþykktir fyrir þá löggiltu verslunarstaði sem voru hrepps­ félag út af fyrir sig. Fyrsta grein laganna segir að byggingarsamþykktir megi gera fyrir löggilta verslunarstaði, þannig að gerð samþykktanna virðist hafa verið valkvæð. Í lögunum segir einnig að í byggingarsam­ þykktum skuli ákveðið að byggingarnefndir skuli „svo fljótt sem verða má, láta gjöra reglulegan uppdrátt af staðnum með strætum og opnum svæðum, eins og hún hefir áður ákveðið þau“. 11 Þannig var þeimþéttbýlis­ stöðum sem kusu að vera sjálfstætt sveitarfélag, heimilað að gera skipu­ lagsuppdrætti af landi sínu. Eftirfylgnin mun hins vegar ekki hafa verið mikil enda virðist ekki hafa hvílt skylda á sveitarfélögum hvað þetta varðar. Upphaf nútíma skipulagsfræði má rekja til iðnbyltingarinnar með tilheyr­ andi vaxandi þéttbýli, eða öllu heldur þeirra neikvæðu áhrifa sem þeirri þróun fylgdu. Mengun, tilviljanakennd uppbygging, húsnæðisskortur og heilsuspillandi umhverfi kölluðu á umbætur. Í fyrstu var viðfangsefni skipulags einkum fyrirkomulag byggðar fyrir hina efnameiri og hina ört vaxandi millistétt. Undir lok 19. aldar fór skipulag einnig að snúast um aðstæður þeirra sem minna máttu sín og velferð þeirra. Farið var að huga

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==