Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

53 að félagslegu húsnæði og reglum um hámarkshúsaleigu. Ein þekktasta skipulagshugmynd frá þessum tíma er kenning Ebenezers Howard um garðborgir, sem hann setti fram árið 1898 í ritinu To-morrow: a Peaceful Path to Real Reform . 12 Í garðborgunum leitast hann við að sameina kosti dreifbýlis og þéttbýlis og jafnframt fjallar hann um félagslega og hagræna þætti með það aðmarkmiði að tryggja öllumgott og heilnæmt húsnæði. 13 Howard var áhugamaður um skipulagsmál og samfélagsumbætur og var undir áhrifum frá 19. aldar hugsuðum svo sem Henry George, sem var boðberi verðhækkunarskatts á land. Þrátt fyrir að garðborgahugmynd­ irnar hafi haft töluverð áhrif, var áherslan í skipulagi næstu áratugina á efnislega útfærslu og útlit byggðar, landnotkun, öryggi og hagkvæmni. 14 Minna fór fyrir hinum hagrænu og félagslegu áherslum garðborgahug­ myndanna. Á sama tíma og nútíma skipulagsfræði var að verða til, var einnig lagður grunnur að velferðarsamfélögum Norðurlandanna. Í Kaupmannahöfn, þar sem Guðmundur var við nám í lok 19. aldar, höfðu byggingarsam­ vinnufélög rutt sér til rúms. Læknar voru í forystu þeirra sem börðust fyrir bættum húsakosti alþýðunnar og undir lok aldarinnar var farið að herða byggingarreglur með tilliti til lýðheilsu, svo sem hvað varðaði aðgang að birtu og hreinlæti. 15 Efalítið hefur læknastúdentinn Guðmundur kynnt sér vel það sem fram fór í Kaupmannahöfn á þessum tíma. Um hagræna og félagslega þætti í skipulagi bæja í 100 ár Guðmundur Hannesson var augljóslega víðlesinn um skipulagsmál enda vísar hann oft til erlendra dæma, sérstaklega frá Þýskalandi og Bretlandi. Sömuleiðis birtir hann lista yfir áhugaverðar erlendar bækur um skipu­ lagsmál í riti sínu Um skipulag bæja . Svo sem gera má ráð fyrir vísar hann til garðborganna sem hann kallar sveitaborgirnar. Dæmi um það er samanburðurinn á kostum og göllum sveita- og borgarlífs, umfjöllun um áhrif lýðheilsu og ekki síður áherslan á félagslega og hagræna þætti. Víða í Um skipulag bæja fjallar Guðmundur um hagræna hlið skipulags. Hann dregur skýrt fram hvernig skipulag hefur áhrif á landverð og húsnæðiskostnað og þar með afkomu fjölskyldna og einstaklinga. Hann minnir líka á mikilvægi sameiginlegra sjóða og lýsir hvernig skipulagsleysi getur verið þeim dýrkeypt. 16 Hann áttaði sig á því að miklu skiptir að þéttbýlissveitarfélög eigi það land sem þeim tilheyrir og mælti með því að bæjarfélög keyptu sem mest af bæjarlandinu og næstu jarðir við það til að hafa svigrúm til stækkunar, því land næst þéttbýli hækki að jafnaði í verði. Bærinn ætti síðan að leigja dýrmætustu spildurnar en selja þær

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==